Verum ekki of neikvæð Svavar Gestsson skrifar 18. október 2012 06:00 Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar