Betri rammi um krónuna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. október 2012 06:00 Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun