Ljúffengir vetrardrykkir í skammdeginu 5. október 2012 09:31 Te og kaffi býður upp á fjölbreytt úrval vetrardrykkja og ljúffengar veitingar í vetur að sögn Juan Camilo Roman Estrada, starfsmannastjóra verslana Te og kaffi. mynd/valli Með lækkandi sól eykst úrval vetrardrykkja hjá kaffihúsakeðjunni Te og kaffi. Undanfarin tvö ár hefur úrval vetrardrykkja aukist jafnt og þétt til viðbótar við þær fjölbreyttu veitingar sem eru í boði hjá Te og kaffi. Juan Camilo Roman Estrada, starfsmannastjóri verslana Te og kaffi, segir kaffihúsið hafa aukið jafnt og þétt við drykkjaúrvalið undanfarin ár með það að markmiði að stíla inn á hvern árstíma. Kaldari drykkir fái meira vægi yfir sumartímann en nú sé að ganga í hönd tími heitu drykkjanna enda vetur skollinn á. "Við höfum lengi vel selt ýmsa heita drykki en undanfarin tvö ár höfum við komið sterk inn með vetrardrykkina okkar. Bæði sumar- og vetrardrykkir okkar hafa selst mjög vel enda mikil fjölbreytni í boði af góðum drykkjum. Á sumrin eru kaldir drykkir vinsælir, til dæmis frappó og ávaxtafrappó, en yfir veturinn koma drykkir eins og matcha latte og karamellu-sviss mokka sterkt inn. Grænt te með engifer er mjög orkugefandi og er líka rosalega vinsælt. Þessir drykkir eru mjög vinsælir hjá okkur og hafa selst mjög vel." Vetrardrykkir Te og kaffi eru þróaðir af starfsmönnum kaffihúsakeðjunnar og eru bæði kaffi- og tedrykkir. Innihald þeirra er fjölbreytt, spennandi og ljúffengt. Þar má meðal annars nefna kanil, myntusýróp, engiferskot, rjómakaramellusýróp, rjóma, súkkulaðisósu, piparkökur og Choc O"lait-súkkulaðiprik. Auk ljúffengra vetrardrykkja býður Te og kaffi upp á girnilegar veitingar allt árið um kring. "Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt í eldhúsum okkar. Við bjóðum upp á gott úrval af salötum, girnilegar samlokur og panini. Einnig erum við með fjölbreytt úrval af beyglum og kökum. Núna í vetur viljum við til dæmis leyfa viðskiptavinum okkar að smakka 2-3 nýjar "djúsí" kökur með drykkjunum. Við reynum að bjóða upp á fjölbreytt úrval veitinga enda viljum við sjá sem fjölbreyttastan hóp viðskiptavina hjá okkur: barnafólk, vinahópa, skólafólk, eldri borgara og allt þar á milli. Það eru allir velkomnir á kaffihúsin okkar." Í dag rekur Te og kaffi níu kaffihús, eitt á Akureyri og átta á höfuðborgarsvæðinu. "Markmið okkar er að styrkja kaffihúsamenningu á Íslandi og það gerum við til dæmis með úrvali góðra drykkja. Við viljum fá fólk hingað inn til að spjalla og eiga góða stund í góðu andrúmslofti." Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Með lækkandi sól eykst úrval vetrardrykkja hjá kaffihúsakeðjunni Te og kaffi. Undanfarin tvö ár hefur úrval vetrardrykkja aukist jafnt og þétt til viðbótar við þær fjölbreyttu veitingar sem eru í boði hjá Te og kaffi. Juan Camilo Roman Estrada, starfsmannastjóri verslana Te og kaffi, segir kaffihúsið hafa aukið jafnt og þétt við drykkjaúrvalið undanfarin ár með það að markmiði að stíla inn á hvern árstíma. Kaldari drykkir fái meira vægi yfir sumartímann en nú sé að ganga í hönd tími heitu drykkjanna enda vetur skollinn á. "Við höfum lengi vel selt ýmsa heita drykki en undanfarin tvö ár höfum við komið sterk inn með vetrardrykkina okkar. Bæði sumar- og vetrardrykkir okkar hafa selst mjög vel enda mikil fjölbreytni í boði af góðum drykkjum. Á sumrin eru kaldir drykkir vinsælir, til dæmis frappó og ávaxtafrappó, en yfir veturinn koma drykkir eins og matcha latte og karamellu-sviss mokka sterkt inn. Grænt te með engifer er mjög orkugefandi og er líka rosalega vinsælt. Þessir drykkir eru mjög vinsælir hjá okkur og hafa selst mjög vel." Vetrardrykkir Te og kaffi eru þróaðir af starfsmönnum kaffihúsakeðjunnar og eru bæði kaffi- og tedrykkir. Innihald þeirra er fjölbreytt, spennandi og ljúffengt. Þar má meðal annars nefna kanil, myntusýróp, engiferskot, rjómakaramellusýróp, rjóma, súkkulaðisósu, piparkökur og Choc O"lait-súkkulaðiprik. Auk ljúffengra vetrardrykkja býður Te og kaffi upp á girnilegar veitingar allt árið um kring. "Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt í eldhúsum okkar. Við bjóðum upp á gott úrval af salötum, girnilegar samlokur og panini. Einnig erum við með fjölbreytt úrval af beyglum og kökum. Núna í vetur viljum við til dæmis leyfa viðskiptavinum okkar að smakka 2-3 nýjar "djúsí" kökur með drykkjunum. Við reynum að bjóða upp á fjölbreytt úrval veitinga enda viljum við sjá sem fjölbreyttastan hóp viðskiptavina hjá okkur: barnafólk, vinahópa, skólafólk, eldri borgara og allt þar á milli. Það eru allir velkomnir á kaffihúsin okkar." Í dag rekur Te og kaffi níu kaffihús, eitt á Akureyri og átta á höfuðborgarsvæðinu. "Markmið okkar er að styrkja kaffihúsamenningu á Íslandi og það gerum við til dæmis með úrvali góðra drykkja. Við viljum fá fólk hingað inn til að spjalla og eiga góða stund í góðu andrúmslofti."
Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira