60 ára stjórnmálasamband Hjálmar Sveinsson skrifar 3. október 2012 06:00 Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun