Vilt þú persónukjör í kosningum til Alþingis? Þorkell Helgason skrifar 20. september 2012 06:00 Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Efni þessa pistils fjallar um aðra tveggja spurninga um fyrirkomulag þingkosninga sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Í heild er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?“ Við Alþingiskosningar er kosið um flokka og hefur svo verið í rúma hálfa öld. Kjósandi getur að vísu strikað út nöfn af þeim lista sem hann velur eða breytt röð frambjóðenda, en þetta er næsta gagnslaus athöfn. Aðeins einu sinni hefur það gerst að frambjóðandi hafi ekki náð þingsæti af þeim sökum. Það var fyrir margt löngu, árið 1946. Lengi hefur verið talað um að gefa kjósendum raunverulegan kost á að velja sér þingmannsefni. Skref var stigið í þá átt í kosningalögum frá árinu 2000. Núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarp um allróttækt kerfi persónukjörs árið 2009 en það dagaði uppi vegna málþófs. Stjórnlagaráð leggur til gagngerar breytingar á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis sem mælt verði fyrir um í stjórnarskrá. Þar ber hæst að gerð er krafa um jafnt vægi atkvæða, en líka um virkt persónukjör. Kjósendum skal gert kleift að velja sér frambjóðendur, jafnvel af listum fleiri en eins flokks. Þeir mega líka merkja við einn lista, eins og nú, en teljast þá hafa lagt alla frambjóðendur listans að jöfnu.Rök fyrir JÁ við spurningunni Þeir sem vilja persónukjör í meira mæli en nú svara með jái. Verði það niðurstaða meirihluta kjósenda má ætla að persónukjörsákvæði stjórnlagaráðs verði lögð til grundvallar. Hver eru rökin og hvað vinnst?: Ÿ Mikill áhugi kom fram á þjóðfundinum 2010 á persónukjöri. Ÿ Þjóðinni er brýnt að fá góða þingmenn. Valið á fulltrúum hvers flokks skiptir ekki síður máli en valið á milli flokkanna sjálfra. Ÿ Kjósendur hér á landi hafa ekki haft raunverulegan kost á að velja sér frambjóðendur og orðið að merkja við lista eins og hann er að þeim réttur. Ÿ Þróunin í grannlöndunum er til aukinna áhrifa kjósenda á val á þingmönnum. Við höfum verið eftirbátar annarra og þróunin jafnvel á stundum verið í öfuga átt. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi velja kjósendur alfarið hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. Ÿ Með persónukjörstillögum stjórnlagaráðs er farinn meðalvegur þar sem flokkarnir ákveða áfram hvaða frambjóðendur standa til boða en kjósendur velja síðan á milli þeirra. Segja má að flokkarnir leggi réttina á hlaðborðið en kjósendur velji sér þá sem þeim finnast gómsætastir! Ÿ Flokkar njóta ekki vinsælda um þessar mundir. Gæti orsökin m.a. verið sú að fólki finnist það vanvirt með því að fá aðeins að kjósa fyrirskrifaða lista í heilu lagi en fái litlu ráðið um hvaða einstaklingar veljast á þing? Ÿ Virðing Alþingis er lítil og áhugi á lýðræðinu dræmur. Með persónukjöri má snúa þessu við og vekja fólk til lýðræðislegrar þátttöku og ábyrgðar.Rök fyrir NEI við spurningunni Þeir sem segja nei eru væntanlega að lýsa blessun sinni yfir núverandi kerfi, þar sem röð þingsæta er ákveðin innan hvers flokks; stundum með prófkjörum, misjöfnum að gæðum. Á kjörstað standa síðan þessar pakkalausnir til boða. Rök þeirra sem vilja viðhalda þessu gætu verið eftirfarandi, hér ásamt gagnrökum pistilshöfundar: Ÿ Fullyrt er að persónukjör grafi undan flokkunum. Ekki verður þó annað séð en að flokkar séu sprelllifandi í þeim grannlöndum þar sem alfarið eru kosnir einstaklingar en ekki flokkar, svo sem í Finnlandi eða á Írlandi. Ÿ Sagt er að kosningabarátta muni snúast um persónur en ekki stefnur ef tekið verður upp persónukjör. En þingmenn eru bundnir við sannfæringu sína en ekki við stefnumið úr kosningabaráttunni. Kjósendum er því brýnt að geta valið sér fulltrúa með heilbrigða skynsemi – og samviskusama sannfæringu! Ÿ Sagt er að þingmenn þurfi að vera innbyrðis samstíga, hver í sínum flokki, ella verði glundroði. Þetta þarf ekki að vera lögmál enda spurning um vinnubrögð og umræðumenningu. Benda má á að fulltrúum í stjórnlagaráði tókst prýðilega að ná saman og voru þó allir valdir sem einstaklingar, en ekki sem fulltrúar einhverra hópa.Ályktun Pistilhöfundur mælir með jáyrði við spurningunni um persónukjör þannig að kjósendur fái raunveruleg áhrif við kjörborðið og þar með aukna lýðræðisvitund.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun