Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2012 06:00 Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun