Landspítalinn og Hringbraut Hjálmar Sveinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson blaðamaður skrifaði í ritstjórnargrein helgarútgáfu Fréttablaðsins að Landspítalinn ætti ekki heima í miðbænum, þar sem hann er nú. Óli Kristján vill heldur hafa hann í útjaðri byggðarinnar; jafnvel uppi á Hólmsheiði eða á Vífilsstaðatúni fyrir ofan Garðabæ. Hann telur að það sé arfavitlaus meinloka að hafa væntanlega nýbyggingu Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Ég er ósammála þessari skoðun og tel að það væri óðs manns æði að byggja upp nýjan spítala frá grunni fyrir utan borgina. Það yrði óheyrilega dýrt og gerði það að verkum að nánast enginn af hinum fjölmörgu starfsmönnum spítalans kæmist í vinnuna nema á einkabíl. Sú ráðstöfun yrði til þess að gera Reykjavík að enn meiri bílaborg en hún er. Hringbrautarlóðin liggur betur en nokkur önnur hugsanleg spítalalóð við umferðinni í borginni. Þar mætast tvær meginumferðaræðar: Bústaðavegur/Snorrabraut og Miklabraut/Hringbraut. Þar að auki liggja átta strætisvagnaleiðir um Hringbraut. Þær eru hvergi fleiri í borginni. Það sem meira er, Strætó hefur tekið þá stefnu, í samvinnu við borgina, að gamla BSÍ leysi Hlemm af sem meginskiptistöð fyrir strætó auk þess sem þar verði samgöngumiðstöð. Reykjavík hefur undanfarna áratugi þróast sem borg fyrir bíla. Borgarstjórnin sem nú er vill vinda ofan af þeirri þróun og gera Reykjavík að borg fyrir fólk. Í drögum að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Reykjavík 2010 til 2030, sem nú er verið að leggja lokahönd á, er gert ráð fyrir að hlutfall þeirra sem fari einir í bíl á leið sinni um borgina fari úr því að vera 75% í 58%. Það mun draga úr umferðarálagi í borginni og um leið úr hávaðamengun og slysahættu. En til að þetta markmið verði meira en orðin tóm, eins og stundum hefur gerst, þarf að fylgja stefnunni eftir. Annars verður Reykjavík áfram borg fyrir bíla. Óli Kristján telur það harkalegt og hæpið að láta stúdenta og starfsmenn Háskólans og Landspítalans borga fyrir öll bílastæðin sem þeir nota. Ég tel það bæði nauðsynlegt og sjálfsagt. Í dag fara 60% stúdenta við Háskóla Íslands einir á einkabíl í skólann. Það á sinn þátt í mikilli umferð á Miklubraut. Það er fáránlegt. Hvað fyrirhugaða byggð í Vatnsmýrinni varðar má heita öruggt að í nýju aðalskipulagi verður staðið við fyrri áætlanir um að flugvöllurinn fari þaðan í tveimur áföngum árin 2016 og 2024.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun