Samninga á að virða Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórnvalda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um viðskipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samningar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú staðreynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðarvörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþingis, sem m.a. gaf það álit að framkvæmd úthlutunar tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrekað að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórnvöld virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutningshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóðlega samkeppni með landbúnaðarvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mikilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launamanns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtalsverður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu daglega í miklum og góðum viðskiptum við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt landbúnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og verslunin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrekað brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um viðskipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breytingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórnmálamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar