Lopapeysur og viðskiptahættir Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. júlí 2012 06:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun