Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun