Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns Tryggvi Gíslason skrifar 21. júní 2012 06:00 Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu". Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina" áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu", sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður – stjórnmálaflokkur eins manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Tryggvi Gíslason Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu". Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina" áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu", sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður – stjórnmálaflokkur eins manns.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun