Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Jakob S. Jónsson skrifar 21. júní 2012 17:00 Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur!
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun