Taflmennska án nægrar íhugunar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun