Til hamingju með daginn Árni Stefán Jónsson skrifar 19. júní 2012 11:00 Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þann 19. júní fyrir 97 árum fengu íslenskar konur fyrst kosningarétt og kjörgengi. Rétturinn var þó til að byrja með takmörkunum háður. Þennan sama dag, tæpum 40 árum síðar, skrifaði forseti Íslands undir Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 19. júní er því merkur dagur jafnréttis og mannréttinda í augum margra. Í tilefni dagsins er því viðeigandi að doka við og skoða aðeins betur stöðu kynjanna á Íslandi í dag. Hvar stöndum við í dag? Margt hefur sannarlega áunnist á þessum næstum 100 árum, enda baráttan oft verið bæði fjölmenn og hörð. Hjá SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hafa jafnréttismálin verið mikilvægur málaflokkur. Undanfarna áratugi hefur baráttan fyrir jöfnum launum verið efst á baugi. Því miður sýna árlegar launakannanir SFR að launamunur kynjanna er enn til staðar. Undanfarin ár hefur vissulega dregið lítillega saman með kynjunum en niðurstöður launakannanna síðastliðið haust sýndu að launamunurinn er að aukast aftur. Í stað þess að halda áfram þeirri hægfara þróun til jöfnunar sem hafin var eru launagreiðendur að stíga skref afturábak. Það er því staðreynd sem við verðum að horfast í augu við að launamunur kynjanna er viðvarandi og vaxandi vandamál hjá hinu opinbera. Vilji er ekki nóg – það þarf líka féHvað skal gera? Hafa stjórnvöld ekki lýst því yfir að þau eru hlynnt jafnrétti kynjanna? Því skilar það sér ekki í launaumslaginu? Að mínu mati þurfum við fyrst að breyta því viðhorfi að launamunur kynjanna sé eitthvert lögmál sem við ráðum ekki við. Í tilfelli félagsmanna SFR eru það stjórnvöld sem eru launagreiðandinn. Stjórnvöld hafa það því í hendi sér að leiðrétta þennan mun. Gallinn er hins vegar sá að þau hafa ekki gert það sem til þarf til að leiðrétta þetta skammarlega ójafnrétti. Svo einfalt er það. SFR hefur lagt til leiðir til leiðréttingar, sem hægt er að vinna að í áföngum. Það er algerlega dagljóst að til að leiðrétta laun kvenna þarf fjármuni. Það þarf peninga og þar stendur hnífurinn í kúnni. Það er auðvelt að tala sig hásan um fagrar hugsjónir og framtíðarsýn jafnréttis og bræðralags. Það geta allir. Það krefst hins vegar vilja og staðfestu að breyta hlutunum raunverulega, þannig að við sjáum það í launaumslaginu og í launakönnunum. Í tengslum við 24. október síðastliðinn sendi SFR öllum konum í félaginu bréf og hvatti þær til þess að óska eftir launaviðtali við stjórnendur stofnana. Forstöðumenn og starfsmannastjórar fengu einnig bréf þar sem átakið var kynnt. Launamunur kynjanna verður nefnilega til þar sem launasetning starfsmanna á sér stað. Það er engin tilviljun að launamunurinn hefur aukist aftur. Það er verið að hækka laun karla meira en laun kvenna. Það eru karlarnir sem fá bitlingana sína aftur þegar árferðið skánar. Ekki konurnar. Þessar ákvarðanir um launasetningu eru teknar hjá stjórnendunum sjálfum. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir nú á vormánuðum til að finna lausn á þessu máli. Þar hafa fulltrúar BSRB, BHM og KÍ komið að málum og reynt að knýja á um breytingar. Nýjasta útspil stjórnvalda lýsir hins vegar þeim litla aðgerðavilja sem er þar á bæ. Nú snýst umræðan frá hendi stjórnvalda ekki lengur um hvernig á að lagfæra launamuninn. Þau hafa fundið nýja leið til að taka ekki á vandanum. Nú vilja þau finna út úr því hvernig hægt er að breyta aðferðafræðinni og mælikvörðum. Finna á hókus pókus mælitæki þannig að launamunurinn minnki eða jafnvel hverfi af sjálfu sér! Við skorum á stjórnvöld að hætta þessum sjónhverfingum og láta verkin tala. Útrýmum launamun kynjanna núna – ekki bráðum.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun