Sameiningarafl þjóðarinnar Jón Þór Ólafsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Jón Þór Ólafsson Skoðun Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Sjá meira
Þegar sameiningartákn þjóðarinnar sat á Bessastöðum gaf þingið sjávarauðlind þjóðarinnar, tók verðtryggingu af launum en ekki skuldum, einkavinavæddi ríkisbankana og svo má lengi telja. Okkur leið vel með táknrænan forseta. En þegar við kjósum til embættisins í sumar skulum við samt spyrja hvort okkur liði ekki betur í dag hefði forsetinn skotið þessum málum til þjóðarinnar. Við værum eflaust með réttlátara fiskveiðikerfi, verðtryggingin væri án efa minningin ein og hér hefði mögulega ekki orðið bankahrun, eða í það minnsta ekki jafn stórt. Kjósendur eru hluti löggjafarvaldsins.Á meðan að greiðasta leiðin til að komast á þing er með stuðningi sérhagsmunaaðila munu fæstir þingmenn vera fulltrúar almennings. Minnihlutahópar þurfa að sjálfsögðu vörn fyrir ofríki meirihlutans, svo fulltrúalýðræði hefur sína kosti, en þegar þingið þóknast sérhagsmunum og setur lög gegn almannahag þá þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á Alþingi. Stjórnarskráin heimilar forsetanum að aðstoða almenning til þess, en það er misskilningur að hann hafi neitunarvald. Við synjun forseta á lagafrumvarpi „fær það engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar" eins og segir í 26. grein stjórnarskrárinnar. Það eru kjósendur sem hafa neitunarvaldið. Kjósendur í landinu eru hluti af löggjafarvaldinu. En þeir þurfa að treysta á að forsetinn virki þetta vald þeirra, að hann skjóti málum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málskotsrétturinn veitir Alþingi aðhald.Hvort sem okkur líkar það betur eða verr þá mun stór hluti kjósenda halda áfram að skora á forsetann að beita málskotsréttinum. Forseti sem í framtíðinni er tregur til að skjóta málum til þjóðarinnar mun sundra henni en ekki sameina. En málskotsréttur forsetans getur verið sameiningarafl. Hann veitir Alþingi aðhald við lagasetningu. Hann þrýstir á þingið að vera samstiga þjóðinni í stórum málum. Málskotsrétturinn getur því verið afl sem betur sameinar hagsmuni þings og þjóðar. Þing sem er meira samstiga þjóðinni.Í lok júní getum við kosið forseta sem á að sameina þjóðina með því að stappa í okkur stálið frá hliðarlínunni; á meðan hagsmunir þings og þjóðar reka áfram í sundur; á meðan hunsaðar kröfur kjósenda um málskot verða háværari. Eða við getum kosið forseta sem finnst sjálfsagt að við kjósendur fáum færi á að gefa lagafrumvörpum þingsins rauða spjaldið; forseta sem þingið veit að stendur með þjóðinni þegar hagsmunagjá myndast þar á milli; forseta sem sameinar þannig hagsmuni þings og þjóðar að við getum spilað betur saman sem liðsheild. Mætum á kosningavöllinn og styðjum málskotsréttinn til sigurs.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun