Fordómar hvers? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum.
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun