Er vaxtahækkun svarið? Ólafur Margeirsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum." Svo ritaði Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Colombia-háskóla, í greininni „Viðbrögð við verðbólgu" sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi.is 5. maí síðastliðinn. Í greininni segir Jón það „rétt viðbrögð" af hálfu Seðlabankans að hækka vexti sem fyrst í baráttunni við verðbólgu og „hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur." Þessu er erfitt að vera sammála. Ástæðan er einföld: Jón og aðrir sem telja vaxtahækkanir „rétt viðbrögð" við verðbólgu taka í mati sínu ekki til skoðunar hvernig verðbólga er fjármögnuð. Fjármögnun verðbólguSjálfsprottin verðbólga eins og Jón lýsir með orðum sínum sem ég vitna til hér að ofan gerist ekki af sjálfu sér. Til þess að sjálfsprottin verðbólga eigi sér stað verður að fjármagna slíkar verðlagshækkanir. Tveir vegir eru til slíks: annaðhvort verður það peningamagn sem til staðar er í hagkerfinu að skipta hraðar um hendur eða það verður auka. Augljóslega getur hver króna aðeins skipt ákveðið hratt um hendur en á meðan veltuhraði peninga eykst getur verðlag hækkað án teljandi áhrifa á peningamagn. Fyrr en síðar kemur þó að því að peningamagn í umferð verður, skilyrðislaust, að aukast eigi verðlagshækkanir að vera til frambúðar. 97% af íslensku peningamagni í umferð á rætur að rekja til útlánaveitinga bankakerfisins til fyrirtækja og einstaklinga og þeirrar peningamyndunar sem samtímis á sér stað. Restin af íslensku peningamagni er seðlar og mynt sem Seðlabankinn útvegar. Fjármögnun verðbólgu í dag á rætur að rekja til þeirrar staðreyndar að útlánamyndun bankakerfisins hefur aukist mjög síðastliðin misseri. Áberandi hluti af þessari útlánamyndun er til kominn vegna nýrra óverðtryggðra íbúðalána bankanna sem ekki aðeins hafa blásið lífi í frekari spákaupmennsku á fasteignamarkaði, með tilheyrandi hækkunaráhrifum á verðbólgu, heldur útvegað hluta þess aukna peningamagns sem til þurfti svo fjármögnun almennra verðlagshækkana gæti staðist til lengdar. Vaxtahækkun er ekki svariðSvarið við þessu, segja stuðningsmenn vaxtahækkana, er að hækka verðið á peningum svo þorstinn í útlán, þ.e. fjármögnun fjárfestingarverkefna alls konar, verði slökktur. En þorsti er eftir sem áður til staðar þótt verðið á dropanum sé hátt. Og staðreyndin er sú að uppspretta útlána bankakerfisins er ótæmanleg auðlind sem ekki er háð sparnaði í þjóðfélaginu heldur viljanum einum til skuldsetningar með gróðavon í huga. Sú von er aðeins að hluta háð verðinu á peningum, sérstaklega sé um skammtíma „fjárfestingu" að ræða þar sem eign sem þegar er til er keypt með það markmið eitt í huga að selja hana skömmu síðar með hagnaði. Útlán eru nauðsynleg til fjármögnunar fjárfestinga sem kalla á atvinnusköpun. Þau útlán sem í dag eru búin til eru ekki nýtt til slíkra fjárfestinga heldur til spákaupmennsku með eignir sem þegar eru til staðar, s.s. á fasteignamarkaðinum. Hækkun vaxta hefur lítil áhrif á slíkar „fjárfestingar" en hefur hins vegar sterkari áhrif á þær fjárfestingar sem kalla á atvinnusköpun þar eð þær eru iðulega til lengri tíma og óvissan um arðsemi þeirra því meiri. Og það er fjárfestingin sem íslenskt hagkerfi þarf á að halda: fjöldi atvinnulausra er meiri en íbúafjöldi Mosfellsbæjar og Seltjarnarness til samans. Er skynsamlegt að láta vinnuafl slíks mannfjölda fara til spillis vegna þess eins að verðið á peningum skal vera hátt með þá mjög svo óljósu von í huga að það slái á verðbólgu? Að hækka verðið á nýmynduðum peningum, þ.e. útlánum bankakerfisins, er afar ófullkomin og ómarkviss leið að því markmiði að draga úr þeirri nauðsynlegu fjármögnun sem verðlagshækkanir byggjast á. Háir vextir beina fjármagni úr þjóðhagslega hagkvæmum fjárfestingarverkefnum, sem skapa vinnu og verðmæti, í spákaupmennsku með núverandi eignir, sem enga atvinnu né verðmæti skapar, án þess að draga að ráði úr nýmyndun þess fjármagns sem verðlagshækkanir grundvallast á. Afleiðingin er öllum ljós: há verðbólga og mikið atvinnuleysi. Betra en að hækka vexti er að takmarka magn nettó nýmyndaðra útlána bankakerfisins við þann þjóðhagslega sparnað sem kemur fram í formi jafnvægis viðskipta við útlönd; séu þau jákvæð má auka lánveitingar, ellegar draga úr þeim. Sé þessari aðferð beitt má og verður að lækka stýrivexti verulega. Vaxtahækkun er alls ekki svarið við núverandi verðbólguvanda.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar