Á nútíminn erindi á Bessastaði? Salka Margrét Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2012 06:00 Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Frá unga aldri hef ég litið á forsetaembættið sem formlegt embætti, þar sem einungis fína fólkið sæti í síðkjólum og jakkafötum. Ég hugsaði að mér yrði aldrei hleypt inn á Bessastaði. Ég myndi líklegast fella postulínvasann á antíkhillunni um koll og ef mér yrði boðið til borðs myndi ég vafalaust hella dropum af rauðvínssósunni á fína kjólinn sem ég hefði keypt fyrir heimsóknina. Það var fyrir nokkru sem ég gerði mér grein fyrir því að mig langar ekki til að forsetaembætti Íslands hafi þessa ímynd. Forseti Íslands á að vera einn af fólkinu – sá sami og við sem stundum gleymum að strauja skyrtuna fyrir jólaboðið. Embættið á þó á sama tíma að geta notið virðingar og trausts. Sömu gamalgrónu forsetaframbjóðendurnir hafa verið í umræðunni í áratugi og jafnframt sama ímyndin á embættinu. Mig langar í nýja sýn, ný andlit og nýja menningu. Ég vil sjá forsetaembættið nútímavæðast líkt og íslenskt samfélag hefur gert. Ég vil sjá manneskju á Bessastöðum sem ég get litið á sem fyrirmynd. Forseti á að endurspegla fólkið í landinu. Hann á að vera alþýðlegur og jarðbundinn einstaklingur. Ég vil sjá fjölbreytni; ég vil sjá ferskleika; ég vil sjá manneskju sem ég sé sem fyrirmynd mína, en ekki fjarlæga mér. Ég vil að við hugsum um þýðingu embættisins og hver ímynd þess er fyrir hvern og einn. Hvort þetta sé embætti sem við getum öll samsamað okkur við, eða bara smár kjarni. Jafnframt því að vilja sjá fyrirmynd fólksins er ég einnig sek um að vilja hafa forsetann ópólitískan. Við eigum ekki að hugsa um hvaða frambjóðandi endurspeglar okkar eigin pólitísku skoðanir. Embættið á að sameina okkur Íslendinga, í stað þess að sundra okkur í stuðningsmenn eða andstæðinga. Forseti á að vera talsmaður okkar í gleði sem sorg. Endurspeglun okkar allra. Langanir stúlku sem sullar ósjaldan á sig sósu endurspegla að sjálfsögðu ekki óskir þjóðarinnar allrar. En ég held að ég geti fullyrt að okkur Íslendingum öllum þykir lýðræðið sem við fengum í vöggugjöf mikils virði, og ekki skal setja á það verðmiða. Ef nýta á lýðræðið sem við erum svo heppin að hafa þá þarf regluleg valdaskipti - breytingar. Að mínu mati þarf nýja sýn og nýjan forseta, í takt við nútímann. Ég mun velja þann frambjóðanda sem höfðar til mín; frambjóðanda sem er samnefnari fyrir nútíma Íslendinginn og er upphafið að nýrri og ferskri framtíð þjóðarinnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun