Tekjur af auðlindum Oddný G. Harðardóttir skrifar 20. apríl 2012 09:15 Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Fasteignaeigendur geta krafist tekna af eigum sínum jafnvel þó þeir feli öðrum að nýta þær. Þetta þykir öllum sjálfsagt og eðlilegt. Ef fasteigninni fylgja hlunnindi hefur eigandinn einnig rétt á tekjum vegna nýtingu þeirra. Samkvæmt talsmönnum Sjálfstæðisflokksins virðist undantekningin frá þessum viðtekna skilningi á eignaréttinum vera sú að ef eigandinn er þjóðin þá er ekki jafn sjálfsagt að eigandinn njóti sanngjarna tekna af eign sinni. Þetta virðist m.a. vera inntak greinar sem Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í Fréttablaðið á laugardaginn s.l. Tekjur og auðlindarentaFrumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðileyfagjald gerir ráð fyrir þeirri leið að leggja gjald á auðlindarentuna sem myndast í sjávarútvegi en ekki á eðlilegan hagnað fyrirtækjanna. Á hann verður áfram lagður venjulegur íslenskur fyrirtækjaskattur, sem er einn sá lægsti í vestrænum ríkjum eða 20%. Því er hér um grundvallarmisskilning Þorsteins að ræða. Það er mikill munur á tekjum sjávarútvegs annars vegar og auðlindarentu hins vegar.Samanburðurinn við vestræn ríki Þorsteinn segir enn fremur að í „engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkisforsjá í höfuðgrein atvinnulífsins". Hið rétta er að tvær af höfuðgreinum atvinnulífsins í Noregi snúast einmitt um auðlindanýtingu. Olíuvinnslan þar greiðir 78% skatt af auðlindarentu og svipuðu kerfi höfum við komið okkur upp hér á Íslandi til að vera viðbúin því ef olía finnst í íslenskri lögsögu. Vegna mikillar tekjuaukningar hefur á undanförnum árum myndast auðlindarenta í norska orkuiðnaðinum. Til að bregðast við voru skattalögum þar breytt og nú greiða vatnsaflsvirkjanir fastan skatt sem nemur 11 norskum aurum á kílóvattstund, 28% tekjuskatt og 30% auðlindarentuskatt ofan á það. Fyrrnefnd fullyrðing Þorsteins eru því í besta falli öfugmæli því almenna reglan er sú að atvinnugreinar borga fyrir aðgang sinn að takmörkuðum gæðum á Vesturlöndum, jafnvel þó þær séu kallaðar „höfuðgreinar atvinnulífsins". Allar höfuðatvinnugreinar Evrópuríkjanna bera kostnað vegna aðgangs að auðlindinni sem við öndum að okkur – andrúmsloftinu. Útblástursheimildir voru í fyrstu gefnar fríar til fyrirtækja sem höfðu „útblástursreynslu" en þegar óréttlætið varð mönnum ljóst var það lagfært, fyrra kerfi fyrnt og stefnan tekin á uppboð. Þetta er leið vestrænna ríkja og þar með talið Íslands til að jafna aðgang nýliða að atvinnugrein og skila auðlindarentunni til almennings. Enginn kvartar yfir álögum. Það munu útgerðarfyrirtækin ekki heldur gera ef þau greiða sanngjarnt afnotagjald. Framtíðarskipan auðlindamálaRíkissjóður mun í framtíðinni fá tekjur af auðlindum í þjóðareign. Það verður gert með tveimur leiðum, uppboðum á nýtingarleyfum og gjaldtöku af auðlindarentunni. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um gjaldtöku af auðlindarentu í sjávarútvegi er nú til umræðu í þinginu. Umhverfisráðherra mun á næstu dögum mæla fyrir lögum sem heimila uppboð á útblástursheimildum og tekjurnar renna í opinbera sjóði. Póst og fjarskiptastofnun hefur þegar hafið undirbúning uppboðs á tíðnisviðum fyrir fjórðu kynslóð farsíma. Forsætisráðherra skipaði á síðasta ári svokallaða auðlindastefnunefnd sem vinna á stefnumörkun ríkisins í auðlindamálum. Nefndin, sem er á ábyrgð fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytis og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis, hefur nú mótað fyrstu tillögur, sem unnar verða áfram, um hvernig auðlindarentu yrði skilað til eigenda auðlindanna ef renta myndast í viðkomandi grein. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum eigi síðar en 1. júní nk. Í fjármálaráðuneytinu höfum við hafið vinnu við stofnun auðlindareiknings í eigu ríkissjóðs. Tilgangurinn er að gera sanngjarnar tekjur ríkisins af auðlindum þjóðarinnar sýnilegan. Menn geta þá rökrætt hvort þær komi til lækkunar skatta í framtíðinni, til eflingar velferðarkerfisins eða til uppbyggingar innviða samfélagsins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun