Við eigum brekku eftir Oddný G. Harðardóttir skrifar 10. apríl 2012 06:00 Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: „Við eigum brekku eftir." Vegna þeirrar slæmu stöðu sem íslenskri þjóð var komið í eftir algert hrun bólu- og froðuhagkerfis, urðum við að klífa saman afar bratta brekku sem mörgum þótti nánast ókleif. Okkur tókst það afrek og eigum nú aðeins síðasta spölinn eftir til að ná alla leið. Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins. Aðhaldsaðgerðir og skattkerfisbreytingar reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Þær breytingar eru nú að mestu yfirstaðnar og í áætlunum til næstu ára er ekki gert ráð fyrir almennum skattahækkunum. Þess í stað er gert ráð fyrir nokkuð hóflegum niðurskurði næstu tvö árin. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur dugi fyrir gjöldum á árinu 2013 og að ríkissjóður skili afgangi árið 2014. Það eru hagsmunir okkar allra að halda þessari áætlun. Í stjórnmálaumræðu koma reglulega fram tillögur um mikla útgjaldaaukningu eða tillögur um skattalækkanir og þar með tekjulækkun ríkissjóðs. Fæstar þessara tillagna eru studdar mótvægisaðgerðum til að forða ríkissjóði frá skuldasöfnun, því sá hluti er ekki til skyndivinsælda fallinn. Sagan sýnir okkur að fjöldi slíkra hugmynda vex mjög þegar nær dregur kosningum og nær hámarki á kosningavetri. Þá skiptir máli að halda aga og staðfastri stefnu. Ég mun ekki falla í þá freistni að láta skammtímahagsmuni ráða við samningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013, heldur vinna af festu að þeim langtímamarkmiðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sett. Við höfum þurft að reka ríkissjóð á lánum frá hruni og því fylgir gríðarlega mikill kostnaður. Í ár greiðum við Íslendingar um 77 milljarða króna í vexti. Áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum er því nauðsynlegt því vaxtagjöldin eru mjög íþyngjandi og enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum en það hefur að undanförnu verið í sögulegu lágmarki. Það er forgangsverkefni að gera ríkissjóð færan um að hefja niðurgreiðslu skulda sem fyrst. Það er mikilvægt fyrir velferðina í landinu þannig að vaxtagreiðslum megi breyta í velferðaruppbyggingu þegar fram líða stundir en er einnig mikilvægt fyrir stöðu sjálfstæðrar þjóðar. Lán frá nágrannalöndum og alþjóðlegum stofnunum voru okkur nauðsynleg til að komast upp úr kreppunni en niðurgreiðsla þeirra lána sem fyrst styrkir stöðu okkar og trú annarra þjóða á að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og þoli utanaðkomandi áföll. Lækkun skuldahlutfallsins næstu árin færir okkur að því markmiði að skuldir hins opinbera verði ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. Ef sveitarfélögin fylgja svipaðri aðhaldsstefnu gæti Ísland nálgast hratt hin Norðurlöndin hvað heildarskuldir hins opinbera varðar. Það er félagsskapur sem við viljum vera í. Stöðvun skuldasöfnunar ríkissjóðs er hagsmunamál atvinnulífsins ekki síður en alls almennings. Ríkið hefur verið í samkeppni við atvinnulífið um fjármögnun. Hagstæðara væri að fjármagnið leitaði til atvinnulífsins frekar en til ríkissjóðs eftir ávöxtun. Uppbygging fjölbreytts atvinnulífs er lykillinn að efnahagslegu öryggi. Áhersla er í ríkari mæli á fjölbreytta framleiðslu og þjónustu enda auka margbreyttari stoðir atvinnulífsins öryggi okkar og gera samfélagið aðlaðandi og eftirsóknarvert. Ríkisfjármál hafa margar hliðar og þær eru ekki eingöngu tölulegar. Í stjórnartíð okkar jafnaðarmanna hafa grunnstefin verið réttlæti og jöfnuður. Þess vegna hefur skattkerfinu verið breytt á þann veg að þeir sem hafa meira á milli handanna greiði hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir tekjulægri og forgangsröðunin í óhjákvæmilegum niðurskurði verið að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Hugsjónir um réttlæti og jöfnuð er sá kraftur sem drífur okkur áfram við það verk að koma ríkisfjármálum upp úr öldudalnum og hefja niðurgreiðslu neyðarlána sem fyrst. Þannig sýnum við best að Íslendingar séu traustsins verðir, samfélagið ráði við hugsanleg áföll og að hér sé öruggt og eftirsóknarvert að fjárfesta í fjölbreyttu atvinnulífi. Í kjölfarið skapast traustur grundvöllur fyrir gott samfélag fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: „Við eigum brekku eftir." Vegna þeirrar slæmu stöðu sem íslenskri þjóð var komið í eftir algert hrun bólu- og froðuhagkerfis, urðum við að klífa saman afar bratta brekku sem mörgum þótti nánast ókleif. Okkur tókst það afrek og eigum nú aðeins síðasta spölinn eftir til að ná alla leið. Margir tekjustofnar ríkissjóðs veiktust verulega eða hurfu nær alveg í kjölfar hrunsins. Aðhaldsaðgerðir og skattkerfisbreytingar reyndust því nauðsynlegar til að forða ríkissjóði frá miklu tekjutapi. Þær breytingar eru nú að mestu yfirstaðnar og í áætlunum til næstu ára er ekki gert ráð fyrir almennum skattahækkunum. Þess í stað er gert ráð fyrir nokkuð hóflegum niðurskurði næstu tvö árin. Áætlanir gera ráð fyrir að tekjur dugi fyrir gjöldum á árinu 2013 og að ríkissjóður skili afgangi árið 2014. Það eru hagsmunir okkar allra að halda þessari áætlun. Í stjórnmálaumræðu koma reglulega fram tillögur um mikla útgjaldaaukningu eða tillögur um skattalækkanir og þar með tekjulækkun ríkissjóðs. Fæstar þessara tillagna eru studdar mótvægisaðgerðum til að forða ríkissjóði frá skuldasöfnun, því sá hluti er ekki til skyndivinsælda fallinn. Sagan sýnir okkur að fjöldi slíkra hugmynda vex mjög þegar nær dregur kosningum og nær hámarki á kosningavetri. Þá skiptir máli að halda aga og staðfastri stefnu. Ég mun ekki falla í þá freistni að láta skammtímahagsmuni ráða við samningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2013, heldur vinna af festu að þeim langtímamarkmiðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur sett. Við höfum þurft að reka ríkissjóð á lánum frá hruni og því fylgir gríðarlega mikill kostnaður. Í ár greiðum við Íslendingar um 77 milljarða króna í vexti. Áframhaldandi aðhald í ríkisfjármálum er því nauðsynlegt því vaxtagjöldin eru mjög íþyngjandi og enginn veit hvernig vaxtastigið í heiminum mun þróast á næstu árum en það hefur að undanförnu verið í sögulegu lágmarki. Það er forgangsverkefni að gera ríkissjóð færan um að hefja niðurgreiðslu skulda sem fyrst. Það er mikilvægt fyrir velferðina í landinu þannig að vaxtagreiðslum megi breyta í velferðaruppbyggingu þegar fram líða stundir en er einnig mikilvægt fyrir stöðu sjálfstæðrar þjóðar. Lán frá nágrannalöndum og alþjóðlegum stofnunum voru okkur nauðsynleg til að komast upp úr kreppunni en niðurgreiðsla þeirra lána sem fyrst styrkir stöðu okkar og trú annarra þjóða á að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar og þoli utanaðkomandi áföll. Lækkun skuldahlutfallsins næstu árin færir okkur að því markmiði að skuldir hins opinbera verði ekki meiri en 60% af vergri landsframleiðslu. Ef sveitarfélögin fylgja svipaðri aðhaldsstefnu gæti Ísland nálgast hratt hin Norðurlöndin hvað heildarskuldir hins opinbera varðar. Það er félagsskapur sem við viljum vera í. Stöðvun skuldasöfnunar ríkissjóðs er hagsmunamál atvinnulífsins ekki síður en alls almennings. Ríkið hefur verið í samkeppni við atvinnulífið um fjármögnun. Hagstæðara væri að fjármagnið leitaði til atvinnulífsins frekar en til ríkissjóðs eftir ávöxtun. Uppbygging fjölbreytts atvinnulífs er lykillinn að efnahagslegu öryggi. Áhersla er í ríkari mæli á fjölbreytta framleiðslu og þjónustu enda auka margbreyttari stoðir atvinnulífsins öryggi okkar og gera samfélagið aðlaðandi og eftirsóknarvert. Ríkisfjármál hafa margar hliðar og þær eru ekki eingöngu tölulegar. Í stjórnartíð okkar jafnaðarmanna hafa grunnstefin verið réttlæti og jöfnuður. Þess vegna hefur skattkerfinu verið breytt á þann veg að þeir sem hafa meira á milli handanna greiði hlutfallslega meira til samfélagsins en hinir tekjulægri og forgangsröðunin í óhjákvæmilegum niðurskurði verið að hlífa velferðarmálum umfram aðra málaflokka. Hugsjónir um réttlæti og jöfnuð er sá kraftur sem drífur okkur áfram við það verk að koma ríkisfjármálum upp úr öldudalnum og hefja niðurgreiðslu neyðarlána sem fyrst. Þannig sýnum við best að Íslendingar séu traustsins verðir, samfélagið ráði við hugsanleg áföll og að hér sé öruggt og eftirsóknarvert að fjárfesta í fjölbreyttu atvinnulífi. Í kjölfarið skapast traustur grundvöllur fyrir gott samfélag fyrir alla.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun