Það er nefnilega vitlaust gefið Margrét Kristmannsdóttir skrifar 5. apríl 2012 06:00 Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í þeirri endurskipulagningu og innri skoðun sem þjóðin hefur verið að glíma við hafa SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu haldið þeirri staðreynd á lofti að 25% af starfsfólki á hinum almenna markaði vinni við verslun og þjónustu. Fjórði hver launamaður sem ekki tilheyrir opinbera geiranum vinnur í þessum tveimur atvinnugreinum. Og af þeim 20.000 störfum sem skapa þarf hér á landi á komandi árum mun stór hluti þurfa að koma frá þeim greinum, ekki síst þjónustunni. Þetta er í raun stórmerkilegt, ekki síst fyrir þær sakir að það fer ekki mikið fyrir þeirri umræðu að bæta þurfi aðstöðu og samkeppnishæfni verslunar og þjónustu. Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll. Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum. Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana. Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða. Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu. Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur?
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar