Framkvæmdir eða framkvæmdaleysi Sigþór Sigurðsson skrifar 30. mars 2012 06:00 Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samgönguáætlun til fjögurra og tólf ára er nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrir liggur að fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki og lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að allra leiða sé leitað til þess að auka framkvæmdir og fjárfestingar. Á sama tíma og hert gjaldeyrishöft og almennt vantraust á efnahagsstefnu í landinu okkar loka fyrir allar erlendar fjárfestingar sendir stjórnarráðið frá sér fréttatilkynningu um að yfirvofandi séu hundraða milljarða fjárfestingar (sjá www.stjr.is). Upptalningin í fréttinni er dapurleg lesning því annaðhvort er um að ræða verkefni sem þegar er lokið, eru í miðjum klíðum eða hreinlega hefur verið hætt við. Stjórnvöld virðast beita áróðri til að telja okkur trú um að hér sé allt á uppleið þegar staða venjulegra fyrirtækja sem lifað hafa hörmungarnar af hefur aldrei verið verri. Nú eru að verða liðin fjögur ár frá hruni efnahagskerfisins og ríkisstjórnin stingur enn höfðinu í sandinn. Það er skylda stjórnvalda að skapa sæmileg skilyrði til rekstrar, það er skylda stjórnvalda að koma fjárfestingum af stað og það er skylda stjórnvalda að leita allra leiða til að fólk og fyrirtæki geti lifað í þessu landi. Ef utanaðkomandi fjárfestingar koma ekki til verður að leita annarra leiða. Hér eru innilokaðar íslenskar krónur sem nema hundruðum milljarða. Lífeyrissjóðir landsmanna þurfa að fjárfesta fyrir 10 milljarða á mánuði og mega enga peninga flytja úr landi. Á þessu og næsta ári þurfa lífeyrissjóðir að koma 200 milljörðum í vinnu. Sjá stjórnvöld ekki að við erum í vítahring? Nú þarf að bretta upp ermar og koma hlutunum af stað. Ef ekki núna hvenær þá? Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 2011 segir m.a. að reyna eigi: „til þrautar að finna útfærslur sem gera mögulegt að ráðast í umfangsmiklar samgönguframkvæmdir á Suðvesturlandi og eftir atvikum víðar, fjármagnaðar með sérstökum hætti." Samtök iðnaðarins hafa tekið undir hugmyndir um flýtingu stórra framkvæmda í samgöngumálum. Um er að ræða þær þrjár leiðir sem liggja til og frá höfuðborginni, þ.e. endurbætur á Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi auk nýrrar brúar yfir Ölfusá, að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar og ráðist í gerð Vaðlaheiðarganga þar sem hófleg veggjöld standa straum af endurgreiðslu lána og vaxta. Óþarfi er að tíunda rökin vegna tjóna- og slysatíðni. Margoft hefur komið fram að ofangreind verkefni eru arðbær ein og sér og er þá ekki innreiknaður ábati ríkisins af auknum umsvifum í samfélaginu. Hér með er skorað á hæstvirtan innanríkisráðherra að hefja þegar í stað viðræður við lífeyrissjóði landsins á ný um aðkomu þeirra að þjóðhagslega arðbærum og mikilvægum verkefnum. Og ekkert þras um að þetta taki langan tíma. Verkefnið var langt komið þegar ráðherra sló það út af borðinu á síðasta ári.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar