Sjálfshól embættismanns Skafti Harðarson skrifar 21. mars 2012 06:00 Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur ástæðu til að skrifa grein í Fréttablaðið þann 15. mars síðastliðinn og hrósar þar eigin stofnun og umhverfisráðuneytinu fyrir nýja byggingarreglugerð. Ekki vantar sjálfshólið; „almennt má segja að hún hafi fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna." Þá getur Björn þess að samráð hafi verið haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í engu fjallar Björn hins vegar um það sem mestu máli skiptir. Hvað mun þessi ítarlega afskiptasemi stofnunar hans og umhverfisráðuneytisins kosta íbúðakaupendur? Hversu mikið munu til dæmis íbúðir hækka í verði eftir setningu nýju reglugerðarinnar? Hvaða áhrif hefur það að nú er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðarhús án lyftu? Hvað kostar sú krafa fyrir væntanlega íbúðakaupendur? Eða munu þriggja hæða fjölbýlishús hverfa af markaði? Líklegt er að það verði svar markaðarins – engin þriggja hæða íbúðarhús. Hvergi er að finna neina greiningu á kostnaðaráhrifum nýrra krafna eða fullnægjandi skýringar á því hvaða aðkallandi þörf er á frekari skilgreiningu á innra fyrirkomulagi íbúða. Hvaða ástæða er til þess að opinberir embættismenn fyrirskrifi stærð svefnherbergja? Hvaða embættismaður komst að því að ekki skuli koma annað til greina en að svefnherbergi hjóna skuli vera a.m.k. 14 m² og baðið ekki minna en 5 m² nú eða 3ja metra gangur 3,9 m²? Hvaðan kemur embættismönnunum þessi dulvitra djúpa stærðarspeki? Og hér er aðeins getið minniháttar augljósra atriða sem hækka verulega verð íbúða fyrir kaupendur húsnæðis í framtíðinni. Embættismaðurinn sjálfumglaði getur þess auðvitað hvergi hver kostnaður kaupenda verður vegna nýjustu krafna hans, en hrósar sér sérstaklega fyrir að hafa talað við mann og annan innan kerfisins um hvað okkur er fyrir bestu. Nýja byggingarreglugerðin heggur í sama knérunn og flestar reglugerðir starfsfélaga hans innanlands sem utan hin síðari ár; takmarkar valfrelsi neytenda, ákveður hvað okkur er fyrir bestu og hækkar kostnaðinn af kaupum á þeirri vöru sem um er fjallað. Nú eða tekur vöruna af markaði. En í Orwellskri orðanotkun embættismanna er þetta auðvitað gert undir formerkjum „neytendaverndar". Valfrelsi eru þau lífsgæði sem mestu máli skipta og á þau gæði er gengið. Neytendur eru fullfærir um að hafa eigin skoðun á stærð og fyrirkomulagi herbergja í eigin húsnæði. Engin ástæða er heldur til þess að krefjast þess að allt nýtt húsnæði uppfylli kröfur einstakra hópa íbúðakaupenda. Neytendur skipta um húsnæði eftir breytingum á fjölskyldustærð og fjölskylduhögum. Og ekkert er eðlilegra en að svo verði áfram. En til valfrelsisins má embættismaðurinn ekki hugsa. Enda hyrfi þá réttlæting starfa hans. Byggingarreglugerðin hin nýja mun seinka endurreisn nýbyggingamarkaðarins og gera þeim erfiðara fyrir sem huga að fyrstu íbúðakaupum eða vilja stækka við sig. Engir gæta hagsmuna íbúðakaupenda. Ekkert heyrist frá verklýðsfélögunum, opinberum talsmönnum neytenda, Neytendastofu eða Neytendasamtökunum. Enda er þau hluti af kerfinu, ekki gagnrýnendur þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Góðar undirtektir Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. 15. mars 2012 06:00 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sumir telja sjálfshól betra en ekkert hól. En oftar en ekki er ástæða til þess að hrósið lætur á sér standa. Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, telur ástæðu til að skrifa grein í Fréttablaðið þann 15. mars síðastliðinn og hrósar þar eigin stofnun og umhverfisráðuneytinu fyrir nýja byggingarreglugerð. Ekki vantar sjálfshólið; „almennt má segja að hún hafi fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna." Þá getur Björn þess að samráð hafi verið haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. Í engu fjallar Björn hins vegar um það sem mestu máli skiptir. Hvað mun þessi ítarlega afskiptasemi stofnunar hans og umhverfisráðuneytisins kosta íbúðakaupendur? Hversu mikið munu til dæmis íbúðir hækka í verði eftir setningu nýju reglugerðarinnar? Hvaða áhrif hefur það að nú er óheimilt að byggja þriggja hæða íbúðarhús án lyftu? Hvað kostar sú krafa fyrir væntanlega íbúðakaupendur? Eða munu þriggja hæða fjölbýlishús hverfa af markaði? Líklegt er að það verði svar markaðarins – engin þriggja hæða íbúðarhús. Hvergi er að finna neina greiningu á kostnaðaráhrifum nýrra krafna eða fullnægjandi skýringar á því hvaða aðkallandi þörf er á frekari skilgreiningu á innra fyrirkomulagi íbúða. Hvaða ástæða er til þess að opinberir embættismenn fyrirskrifi stærð svefnherbergja? Hvaða embættismaður komst að því að ekki skuli koma annað til greina en að svefnherbergi hjóna skuli vera a.m.k. 14 m² og baðið ekki minna en 5 m² nú eða 3ja metra gangur 3,9 m²? Hvaðan kemur embættismönnunum þessi dulvitra djúpa stærðarspeki? Og hér er aðeins getið minniháttar augljósra atriða sem hækka verulega verð íbúða fyrir kaupendur húsnæðis í framtíðinni. Embættismaðurinn sjálfumglaði getur þess auðvitað hvergi hver kostnaður kaupenda verður vegna nýjustu krafna hans, en hrósar sér sérstaklega fyrir að hafa talað við mann og annan innan kerfisins um hvað okkur er fyrir bestu. Nýja byggingarreglugerðin heggur í sama knérunn og flestar reglugerðir starfsfélaga hans innanlands sem utan hin síðari ár; takmarkar valfrelsi neytenda, ákveður hvað okkur er fyrir bestu og hækkar kostnaðinn af kaupum á þeirri vöru sem um er fjallað. Nú eða tekur vöruna af markaði. En í Orwellskri orðanotkun embættismanna er þetta auðvitað gert undir formerkjum „neytendaverndar". Valfrelsi eru þau lífsgæði sem mestu máli skipta og á þau gæði er gengið. Neytendur eru fullfærir um að hafa eigin skoðun á stærð og fyrirkomulagi herbergja í eigin húsnæði. Engin ástæða er heldur til þess að krefjast þess að allt nýtt húsnæði uppfylli kröfur einstakra hópa íbúðakaupenda. Neytendur skipta um húsnæði eftir breytingum á fjölskyldustærð og fjölskylduhögum. Og ekkert er eðlilegra en að svo verði áfram. En til valfrelsisins má embættismaðurinn ekki hugsa. Enda hyrfi þá réttlæting starfa hans. Byggingarreglugerðin hin nýja mun seinka endurreisn nýbyggingamarkaðarins og gera þeim erfiðara fyrir sem huga að fyrstu íbúðakaupum eða vilja stækka við sig. Engir gæta hagsmuna íbúðakaupenda. Ekkert heyrist frá verklýðsfélögunum, opinberum talsmönnum neytenda, Neytendastofu eða Neytendasamtökunum. Enda er þau hluti af kerfinu, ekki gagnrýnendur þess.
Góðar undirtektir Mannvirkjastofnun og umhverfisráðuneytið hafa að undanförnu staðið að umfangsmikilli kynningu á nýrri byggingarreglugerð. Þótt komið hafi fram athugasemdir við einstök atriði reglugerðarinnar er óhætt að segja að almennt hafi hún fengið góðar og jákvæðar undirtektir, enda var leitast við að vanda til smíði hennar í hvívetna. Samráð var haft við fjölda fólks með sérþekkingu á ýmsum sviðum og ólíka hagsmuni. 15. mars 2012 06:00
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun