Ójöfnuður hindrar bætt heilsufar Ingimar Einarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun