Velferðarþjónusta öryggis, virðingar og mannréttinda Sóley Tómasdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson skrifar 15. mars 2012 06:00 Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Grein formanns og varaformanns velferðarráðs í Fréttablaðinu í gær um mikilvægi fjölbreytileikans í þjónustu við fullorðið sjálfráða fólk sem hefði val um hvar það fær þjónustu var ágæt og hefði átt vel við í umræðu um tryggingafyrirtæki eða annan samkeppnisrekstur þar sem viðskiptavinir hafa raunverulegt val. En velferðarþjónustu hins opinbera er lítill sómi sýndur með skrifum sem þessum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar tók af miklum myndugleik á samskiptum trúar- og lífsskoðunarfélaga við mennta- og uppeldisstofnanir með skýrum reglum sem nú hafa tekið gildi. Markmið þeirra er að verja og vernda börn fyrir innrætingu af trúarlegum toga. Það er vel, og í fullu samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar, þar sem kveðið er á um að öll þjónusta borgarinnar skuli einkennast af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu, óháð stjórnmála- eða trúarskoðunum fólks, að umhverfi og þjónusta skuli vera fordómalaust og að unnið skuli að því að útrýma slíku. Það er einkennileg túlkun á mannréttindastefnunni að hún skuli aðeins gilda um börn en ekki fullorðna og enn einkennilegri eru fullyrðingar um að þessir fullorðnu einstaklingar sem um ræðir hafi val. Meirihlutinn felldi tillögu Vinstri grænna um að sambærilegar reglur yrðu settar um samskipti velferðarsviðs við trúar- og lífsskoðunarfélög eins og skóla- og uppeldisstofnanir. Uppgefnar ástæður eru auðhrekjanlegar eftiráskýringar. Hið rétta er að meirihlutann skortir pólitískan vilja til að fylgja eftir mannréttindastefnunni og kýs að standa með sterkum og áhrifamiklum trúfélögum gegn fólki sem er í viðkvæmri stöðu. Raunveruleikinn er sá að utangarðsfólk hefur ekkert val. Þjónusta Velferðarsviðs er í fæstum tilfellum hluti af fjölbreyttri flóru, heldur oft það eina sem borgarbúum stendur til boða. Utangarðsfólk sem þarf á þjónustunni að halda er ekki í aðstöðu til að gera kröfur og þeirra á meðal eru fáir sem geta barist fyrir hugsjónum um trúfrelsi eða fordómaleysi. Hér er um viðkvæman hóp að ræða sem nauðsynlegt er að verja fyrir ágangi eða innrætingu trúfélaga – hvort sem meirihlutanum líkar betur eða verr.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar