Vel skal vanda Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. mars 2012 06:00 Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsinsákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar vinna við rammaáætlun er á lokametrunum er farið að gæta óþreyju hjá mörgum. Ástæða þess að málið hefur tekið lengri tíma en áætlað var er einfaldlega hversu viðamikið það er og að við viljum gæta þess á öllum stigum að vinna faglega að málinu og fylgja réttri stjórnsýslu. Það var í júlí síðastliðnum að verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar skilaði lokaskýrslu sinni. Mikilvægt er að hafa í huga að í skýrslunni er ekki að finna flokkun þeirra virkjunarkosta sem verkefnisstjórnin hafði til skoðunar, en í lögum nr. 48/2011 um rammaáætlun er mælt fyrir um að virkjunarkostir séu flokkaðir í orkunýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk og lagðir þannig fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Á grundvelli tillagna verkefnisstjórnar voru virkjunarkostirnir flokkaðir hver í sinn flokk. Við þá vinnu nutum við liðsinnis formanns verkefnisstjórnarinnar og formanna þeirra fjögurra faghópa sem störfuðu í verkefnisstjórninni. Í kjölfarið voru samin drög að þingsályktunartillögu sem síðan var sett í lögbundið opið 12 vikna umsagnarferli. Alls bárust 225 umsagnir og í samræmi við 5. gr. laganna um rammaáætlun á að gæta varúðarsjónarmiða þegar umsagnir eru metnar og tillaga til þingsinsákveðin. Heyrst hafa þær raddir að réttast væri að leggja einfaldlega fyrir Alþingi sem þingsályktunartillögu skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt skv. lögum þar sem að í henni er ekki að finna flokkun á virkjunarkostunum. Þá hafa aðrir bent á að nærtækast væri að leggja fyrir Alþingi drögin sem lögð voru fram í umsagnarferlinu. Ef sú leið væri farin værum við um leið að hafa að engu umsagnarferlið og færum jafnframt á svig við Árósasamninginn sem kveður á um aukna þátttöku almennings í ákvarðanatöku í umhverfismálum. Vinna við rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 og á öllum stigum málsins hefur verið lögð áhersla á að vinna málið eins vel og faglega og framast er kostur. Tilgangur vinnunnar er að vega og meta það hvernig orkuvinnsla næstu ára og áratuga geti þróast með heildarhagsmuni að leiðarljósi, svo sátt náist á milli sjónarmiða nýtingar og verndar.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun