Allar íbúðir eins Pawel Bartoszek skrifar 9. mars 2012 06:00 Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum. Sérhæfingin er stærsti kostur borga. Ég þarf ekki að kunna að smíða eða sauma því ég bý í borg þar sem einhver kann það. Ég þarf ekki að rækta eigin matvöru. Það er til fólk sem passar börn mín á daginn og kennir þeim að lesa. Húrra fyrir sérhæfingunni! Stundum þegar rýnt er í byggingarreglugerðir má fá það á tilfinninguna að þeir sem þeim ráða vilji alls ekki að fólk búi í borg. Þess vegna er verið að „bjarga" fólki frá því að búa í litlum íbúðum, bjarga því frá því að búa nálægt öðrum eða þurfa að fara úr húsi. Kannski býr gott að baki en kröfum um lágmarksstærðir og lúxusútbúnað fylgir kostnaður. Að auki er þannig komið í veg fyrir að kostir þéttbýlisins séu nýttir til fulls. Nokkur dæmi úr gildandi reglum: „Hverju íbúðarhúsi skal fylgja leiksvæði barna á lóð." Í fyrsta lagi eru margir sem hvorki eiga börn né hyggjast eignast þau og hafa þar af leiðandi lítið með dekkjarólur í garðinum að gera. En það er annað í þessu. Því fleiri rólóvellir sem rísa, því færri börn verða á hverjum þeirra. Offjárfesting á rólum þýðir þannig ekki bara óþarfa kostnað heldur einnig verra mannlíf. „Eldhús skal ekki vera minna en 7 m2. Þó nægir eldhúskrókur í tengslum við stofu í íbúðum 50 m2 eða minni." Margir menn hafa á löngum tímabilum lífi sínu nákvæmlega ekkert með eldhús að gera. Af hverju má 22 ára gamall gaur ekki sleppa því að hafa eldavél sem hann notar aldrei? Af hverju má hann ekki nota plássið í annað eða sleppa plássinu og nota peninginn í annað? Og hvaða áhrif myndi það hafa ef færri íbúðir hefðu eldhús? Jú, við fengjum fleiri matsölustaði. Þvílík martröð fyrir borgarlífið! „Þvottaherbergi skal fylgja hverri íbúð." Í fyrsta lagi er ekkert mál að koma þvottavél fyrir á baði eða í eldhúsi. En af hverju er það síðan lífsspursmál að menn þurfi ekki að fara út úr húsi til að þvo föt? Það er fullkomlega rökrétt afstaða að vilja spara plássið og féð sem ella færi í þvottavél og þvo þvottinn úti í bæ. En nei! Allir þurfa að þvo sjálfir. Þar með er rekstrargrundvöllur fyrir hvers kyns almenningsþvottahús farinn. „Stærð sérgeymslu skal vera a.m.k. 2,5 m2 fyrir 35 m2 íbúðir eða minni og a.m.k. 6 m2 fyrir íbúðir sem eru 80 m2 eða stærri." Aftur, ef einhvern langar í geymslu þá er það fínt. En fjögurra fermetra geymsla kostar um það bil eina milljón króna. Hvers vegna á að skylda fólk til að greiða milljón krónur fyrir draslherbergi? Víða í stórborgum erlendis eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í því að geyma kassa fyrir fólk, sækja þá jafnvel heim og koma þeim aftur til þeirra þegar þeir þurfa á þeim að halda. Markaður fyrir slíkri sérhæfðri þjónustu snarminnkar ef öllum er gert skylt að eiga geymslu. Af nógu öðru er að taka. Hver íbúð verður að hafa eitt herbergi sem er 18 fermetrar að stærð, fjögurra fermetra svalir, gnótt bílastæða. Hús mega ekki standa of nálægt götu eða hvert öðru. Allt þetta eru reglur sem gera myndu borgir eins og New York, París eða Kaupmannahöfn kolólöglegar. Borgir sem milljónir manna hafa samt kosið að búa í. Bjartar stofur, eldhús, svalir, geymslur og þvottahús eru allt fínustu gæði. En lög eiga ekki að skylda fólk til að borga milljónir fyrir rými sem það getur verið án. Það þarf ekki allt að miðast út frá barnafólki á miðjum aldri sem dreymir um að búa í sveit. Fólk er, jú, ólíkt. Af hverju þurfa þá allar íbúðir að vera eins?
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun