Orkuverð og almannahagur Oddný G. Harðardóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Sjá meira
Tímamótaákvörðun var tekin á Alþingi 2003 þegar sett voru ný raforkulög. Með þeim lögum var vinnsla og sala raforku gefin frjáls og horfið frá þeirri stefnu að stjórnvöld hlutuðust til um verðmyndun eins og áður var. Með þeim lögum var stjórnvöldum falið að tryggja forsendur samkeppni í sölu og vinnslu raforku en gert að hlutast ekki beint til um verðmyndun þessara þátta. Einn þeirra þingmanna sem greiddi þessum lögum atkvæði sitt var Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann skrifar grein í Fréttablaðið í gær og fjallar þar um mögulega hækkun raforkuverðs í framtíðinni en sleppir aðalatriðinu, þ.e. fyrrnefndum lögum. Þessi löggjöf breytti í fyrstu litlu hvað varðar hagsmuni almennings enda voru öll raforkufyrirtækin á þessum tíma í okkar eigu. Þetta átti síðar eftir að breytast þegar einkavæðing á Hitaveitu Suðurnesja hófst með sölu ríkisins á hlut sínum árið 2007. Landsvirkjun hefur opinberlega kynnt spár sérfræðinga sinna á þróun raforkuverðs í Evrópu. Þær gera ráð fyrir áframhaldandi hækkun á þeim markaði. Af þeim sökum vonast Landsvirkjun til að geta selt raforku á hærra verði til orkufreka iðnaðarins hér á landi á næstu árum. Ein sviðsmyndin gerir ráð fyrir því að það takist að tvöfalda meðalverð seldrar orku á næstu 20 árum. Fjarlægð Íslands frá stærri raforkukerfum veldur því að verðmyndun hér tekur mið af þeirri eftirspurn sem er hér á landi. Það er eingöngu vegna þess að engir möguleikar eru til þess að flytja orkuna út með beinum hætti. Svipaðar aðstæður voru í Noregi fyrir tveimur áratugum en þá var hafist handa við að tengja Noreg betur við raforkukerfin í nágrannaríkjunum. Við það hækkaði raforkuverð í Noregi töluvert, norskum almenningi til hagsbóta, því þeir fá auðlindaarðinn í ríkiskassann og til sveitarfélaga. Raforkuverð er því ekki stjórnvaldsákvörðun heldur afleiðing markaðsaðstæðna. En vegna þess að langstærsti hluti raforkufyrirtækjanna á Íslandi er í opinberri eigu og um 80% raforkunnar eru seld til orkufreks iðnaðar er það hagur almennings, hér á landi eins og í Noregi, að orkuverð hækki. Rétt eins og það er hagur Norðmanna og Sádi-Araba að olíuverð hækki, og Íslendinga að fiskverð hækki. Takist þetta er það ákvörðun stjórnvalda þegar þar að kemur að ákveða hvort hlífa beri almenna markaðinum við slíkri hækkun. Það verður auðvelt ef raforkufyrirtækin verða í opinberri eigu. Því þá á almenningur í viðskiptum við sjálfan sig. Algjört skilyrði er að auðlindirnar verði í opinberri eigu og því mun hvorki Samfylkingin né núverandi ríkisstjórn taka þátt í því að einkavæða náttúruauðlindir þjóðarinnar. Ef raforkuverð hækkar í framtíðinni vegna markaðsaðstæðna á Íslandi er m.a. hægt að velja milli eftirfarandi leiða: 1. Afnema fyrrnefnd lög sem Einar samþykkti 2003 og hefja opinber afskipti af verðmyndun raforku í landinu. 2. Tryggja að tekjur af hækkun raforkuverðs til orkufreks iðnaðar renni til eiganda auðlindanna, þ.e. þjóðarinnar, og eiga möguleika á að verja almenning fyrir hækkunum. 3. Láta sem ekkert sé og einkavæða auðlindaarðinn eins og gert var í sjávarútvegi. Samfylkingin er flokkur almannahagsmuna og velur leið nr. 2.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun