Ásgeir, Vigdís og Kristján gátu þetta 1. mars 2012 06:00 Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum er sagt um stjórnmálamenn og aðra leiðtoga að þeir þekki illa sinn vitjunartíma. Kannski er það rétt. Stundum er líka sagt að þeir kunni öðrum fremur þá list að segja eitt en meina annað. Kannski er það líka rétt. En svo kemur líka fyrir að þeir ákveða að láta gott heita og segja það svo ekki verður um villst. Það gátu forsetar Íslands, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir til dæmis á sínum tíma. Fyrsti forsetinn, Sveinn Björnsson, lést á forsetastóli en í nýársávarpi sínu 1. janúar 1968 tilkynnti eftirmaður hans, Ásgeir Ásgeirsson, „svo ekki verði um villst" eins og hann komst að orði, að hann yrði ekki í kjöri við forsetakosningar síðar um árið. Bætti Ásgeir svo við: „Ekki skaltu freista Drottins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrásetu. En það kalla ég þrásetu að sjá ekki sitt aldursmark. Nýjar kynslóðir vaxa upp en vér sem erum á áttræðisaldri vöxum fram af." Fyrsta dag ársins 1980 tilkynnti Kristján Eldjárn, sem tók við af Ásgeiri Ásgeirssyni tólf árum fyrr, um sín framtíðaráform. Veður voru þá válynd í stjórnmálum. Um leið og Kristján staðfesti það sem flestir þóttust vita, að hann hygðist láta af embætti forseta Íslands, viðurkenndi hann þess vegna að sitthvað hefði mátt vera í fastari skorðum í þjóðlífinu „nú þegar ég tilkynni þetta til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa." Svo sagði Kristján Eldjárn: „En stundarástand getur ekki breytt því sem þegar er fastákveðið. Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Velunnarar Kristjáns skoruðu á hann að skipta um skoðun. Hann hvikaði hvergi. Vigdís Finnbogadóttir varð forseti og sat næstu 16 ár. Í nýársávarpi sínu 1. janúar 1996 tilkynnti Vigdís að hún yrði ekki í kjöri við forsetakosningar um sumarið: „Ég hef við ótal tækifæri fundið til þess að Íslendingar láta sér annt um embætti forseta Íslands. Það er um leið ljóst að það er ekki sjálfgefið hvernig forsetaembætti skuli sinnt og verður ekki. Þar veldur hver á heldur, eins og sjálfsagt er." Við tók Ólafur Ragnar Grímsson, umdeildur, kappsamur, metnaðargjarn og duglegur í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Stundum hefur hann vart getað leynt því að honum hafi í sumu þótt lítt til forvera sinna koma þó að hann bæti við að breytt aldarfar skipti einnig máli. „Þessi gamli siður," sagði Ólafur eitt sinn, „að forsetinn héldi sig bara til hlés og segði helst ekki neitt, nema örfá skipti á ári, hann á kannski ekki við í þessu samfélagi sem við búum við í dag." Allt er í heiminum hverfult. Kannski eiga gamlar dyggðir eins og hógværð, lítillæti og sjálfsgagnrýni ekki heldur við um okkar daga. Veldur hver á heldur, það gildir um samfélög jafnt sem forseta.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun