Staða lánþega er skýr Guðmundur Andri Skúlason skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eitt atriði í nýföllnum vaxtadómi sem skiptir öllu máli varðandi túlkun á heildarniðurstöðunni. Stjórnarsinnar á Alþingi, og auðvitað líka fulltrúar Samtaka fjármálafyrirtækja, eru á því að vaxtadómurinn hafi ekki áhrif á þá sem hugsanlega voru í vanskilum. Þeir telja jafnvel að það sé vafi á að dómurinn gagnist þeim sem voru með lán í frystingu, eða greiðslujöfnun. Hvernig þeir hins vegar fara að því að lesa slíkt út úr dómi Hæstaréttar er mér hulin ráðgáta. Til að fá á hreint hver mín skoðun er, þá er hún að sú að dómurinn sé skýr um það atriði að ekki sé heimilt að endurreikna vexti fyrir liðna tíð. Með öðrum orðum, greiddur gjalddagi er fullgreidd krafa og við því verður ekki hróflað. Þar breytir engu þó hluti láns sé í vanskilum, frystingu eða greiðslujöfnun. Þá er jafnframt skýrt, að greiðsluseðill sem aldrei hefur verið réttur, getur undir engum kringumstæðum orðið grundvöllur dráttarvaxtakröfu. Og því stendur eftirfarandi upp úr: 1) Lán sem inniheldur ólögmæt gengistryggingarákvæði skal bera samningsvexti til þess dags, er eftirfarandi atriði voru öllum aðilum máls ljós; a) að lánið innihélt ólögmæt gengistryggingarákvæði b) og lög mæltu fyrir um meðferð vaxta á slíkum lánum. Það skiptir engu hverjar eftirstöðvar láns eru á þeim tímum sem vaxtabreyting á sér stað. Það sem var hugsanlega í vanskilum fyrir vaxtabreytingu, tekur sömu vexti og aðrar krónur í höfuðstólnum. Sama á við um frystingu og greiðslujöfnun. Allar krónur lánsins taka sömu vexti. Og þeir vextir breytast á þeim dögum sem að framan er skýrt. Það er, við setningu laganna hans Árna Páls, nr. 151/2010, þann 29. desember 2010 fyrir öll lán sem dæmd voru ólögleg fyrir þann tíma, og svo við dómsuppkvaðningu í málum sem leyst eru eftir setningu laganna. Þá komum við að því að útskýra af hverju stjórnarsinnum og bankamönnum er svo starsýnt á vanskilaþáttinn. Það er augljóst þegar forsendur máls eru skoðaðar. Ágreiningurinn í málinu sem við erum að tala um hér snerist um heimild Frjálsa fjárfestingabankans hf. til að skuldajafna málskostnaðarskuld sinni við lánþegana á móti gjaldfallinni skuld þeirra við bankann. Því þurfti dómurinn bara að taka afstöðu til þess hvort um gjaldfallna skuld væri að ræða hjá lánþegunum. Ef svo hefði verið, það er, ef lánþegarnir hefðu verið í vanskilum, þá hefði aldrei komið til álita að dæma um heimild til afturvirkra vaxta. Rétturinn hefði einfaldlega sagt; lánþegi var í vanskilum og skal þá þegar af þeirri ástæðu heimila skuldajöfnuð, og við værum bara í nákvæmlega sömu stöðu og fyrir dóminn. EN. Og þetta er eitt stærsta EN-ið í íslenskri réttarsögu ætla ég að leyfa mér að segja. Lánþegarnir höfðu alltaf greitt allt í þessu tilfelli. Þau borguðu allt það sem bankinn setti upp og voru því ekki í neinum vanskilum. Þess vegna þurfti að útkljá málið um heimild bankans til að reikna til gjaldfallinna krafna, þá vexti sem bankinn taldi sig eiga inni fyrir liðna tíð. Og þá varð málið safaríkt. Og spurningunni sem allir biðu eftir að yrði svarað, var svarað, með skýrum og óumdeilanlegum hætti í dómi Hæstaréttar. Bankanum er ekki heimilt að reikna sér hærri vexti fyrir liðna tíð og því getur heldur ekki verið um vangreiðslu að ræða af þeim forsendum hjá lánþeganum. Því er kröfunni um skuldajöfnuð hafnað. Vanskil skipta í þessu svari engu máli, enda ekki um þau spurt og hafa þau því engin áhrif á niðurstöðuna. Þetta snerist því alltaf um skuldajöfnuð. Þetta með vextina bara datt inn, næstum því óvart.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun