Stattu upp! Pawel Bartoszek skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Sjá meira
Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði. Þetta eru góð skref. En það er auðvitað dálítið miður hvernig umræðan getur oft snúist almenningssamgöngum í óhag. Ef of fáir ferðast með strætó þá er það slæmt, því vagnarnir keyra tómir, en ef of margir gera það þá er það slæmt því þá eru þeir fullir. Og þá þurfa einhverjir að standa, sem er víst rosa hættulegt. Venjulegur jepplingseigandi, sem byggir sínar hugmyndir um almenningssamgöngur á nokkrum rútuferðum í barnæsku og frásögnum ættingja í útlöndum, hefur líklegast gripið eftirfarandi setningabúta úr fréttum af strætó fyrstu mánuði þessa árs: „þurft að standa“ „vísað frá“ „löng bið í næsta vagn“. Sem sagt: Þröngir, óáreiðanlegir og hættulegir strætisvagnar. Menn þurfa ekki að vita meira. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó ferðuðust 1.950 farþegar með leið 51 (sem fer frá Reykjavík til Selfoss og stundum lengra) á einni viku í janúar. Það er auðvitað alveg þokkalegur fjöldi í heildina en sé miðað að farnar eru um 140 ferðir á viku og hver rúta taki 50-70 manns í sæti þá er sætanýtingin gróflega áætluð á bilinu 20-30%. Miðað við þessar tölur þá má áætla, jafnvel ef gert er ráð fyrir að notkunin dreifist fremur ójafnt yfir daginn, að líkurnar á því að menn þurfi að standa séu afar litlar. Öfugt við það sem ráða mætti af umræðunni. Ef það gerist kerfisbundið og ítrekað að sætin í sumum ferðum fyllast þá eiga farþegar að sjálfsögðu að láta í sér heyra og krefjast þess að ferðum og sætum verði fjölgað. Vonandi að nýtingin verði það góð að til þess þurfi að koma. En spurningin sem komið hefur upp í umræðunni að undanförnu er ekki sú hvort almennt eigi að gera ráð fyrir sætum fyrir alla í langferðum (um það eru væntanlega allir sammála) heldur hvað bílstjóri eigi að gera í þau örfáu skipti sem farþegar verða fleiri en sætin. Svo virðist sem Umferðarstofa telji að hann eigi að skilja farþegana eftir, en Strætó og sveitarfélögin vilja leyfa þeim að fara um borð. Ákvörðun þeirra síðarnefndu er rétt. Líka með tilliti til umferðaröryggis. Það er margfalt öruggara að ferðast með rútu eða strætó en með einkabíl. Sé litið á fjölda þeirra sem létust í umferðarslysum í Evrópusambandinu árið 2010 þá var um helmingur þeirra í einkabíl. Farþegar í hópferðabílum voru undir 0,5%. Þetta eru ögn færri en þeir sem dóu við að stýra landbúnaðartækjum. Sé áhættan reiknuð út á hvern farþega og hvern ekinn kílómetra reiknast strætóar og rútur gjarnan tíu sinnum öruggari en einkabílar. Ef einhverrar heildarhugsunar á að gæta í umferðaröryggismálum á auðvitað ekki að letja fólk frá því að nota þá samgöngumáta sem sannarlega eru öruggastir með því að gera þá óaðgengilegri eða óáreiðanlegri. Ef Akranesbúi sem er vanur að fara í vinnuna með strætó þarf í nokkur skipti að sitja eftir vegna þess að eitthvað skólaferðalag fyllir vagninn mun hann fljótt gefast upp. Þannig að fremur en að leyfa honum að standa í örfá skipti verður honum vísað í tífalt hættulegri farkost. Nú kann að vera að öruggara sé að ferðast í rútu sitjandi en standandi, þó ég þekki ekki gögn sem sýna slíkt. En í ljósi þess að hópferðabílar eru margfalt öruggari ferðamáti en einkabílar þá eigum við ekki að leggja til skref sem munu gera þann ferðamáta verri. Já, verri. Það er margfalt verra að sitja eftir á stoppistöðinni en að þurfa einstöku sinnum að standa. Fyrst einkabílar eru tíu sinnum hættulegri en strætóar mætti, með vísan til umferðaröryggis, alveg eins banna venjulegu fólki að keyra. Vonandi leggur enginn slíkt til. En þá á heldur ekki að hræða fólk frá því að nota margfalt öruggari ferðamáta. Eða banna hann. Í nafni umferðaröryggis.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun