Kynhvöt karla og kvenna Teitur Guðmundsson skrifar 21. janúar 2012 06:00 Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Kynhvötin er ein af grunnhvötum beggja kynja og einn af drifkröftunum í samskiptum þeirra. Væntanlega munu flestir vera því sammála að hún sé nauðsynleg, á stundum óáreiðanleg og ekki til staðar, en á hjá sumum jafnvel yfirdrifin. Hægt er að skilgreina kynhvöt sem tilfinningu eða líðan sem byggir á flóknu samspili andlegra, líkamlegra og samfélagslegra þátta sem leiða af sér líffræðilegar, hugrænar og hegðunarlegar breytingar hjá einstaklingum þar sem markmiðið er einhvers konar fullnæging. Ekki skal lagt sérstaklega mat á það hvað er eðlilegt í sjálfu sér, enda engin mælistika til um það. Einstaklingar eru mismunandi eins og þeir eru margir og spila aldur, aðstæður, sjúkdómar, lyf og margt fleira hér auðvitað stórt hlutverk. Það er hins vegar áhugavert að velta fyrir sér hvaða þættir hafa áhrif á og draga úr kynhvöt og þar af leiðandi samlífi einstaklinga. Þetta eru gjarnan mjög persónuleg mál og ekki á borð borin alla jafna í samtölum milli vina og kunningja, jafnvel ekki milli aðila í sambandi eða hjá hjónum. Við læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem eigum samskipti við einstaklinginn í trúnaði og á bak við luktar dyr fáum oft að heyra um slík vandamál, ekki síst þegar erfiðleikar steðja að í samböndum og lífi fólks en einnig t.d. sem aukaverkun við lyfi sem hefur verið ávísað. Það getur reynst fólki erfitt að tjá sig og stundum þarf að brjóta ísinn og opna umræðuna til þess að fá fram orsakir og afleiðingar. Þá er kynhvöt á stundum ruglað saman við kyngetu sem er allt annars eðlis þó þar geti verið samhengi á milli. Mjög mikilvægt er að fá fram góða sögu og nálgast vandann út frá kyni og aldri einstaklings auk þess sem taka þarf tillit til aðstæðna og umhverfis viðkomandi. Rannsóknir sýna að stór hópur kvenna, sérstaklega eftir tíðahvörf, finnur fyrir því sem á fagmáli er kallað FSD (Female Sexual Dysfunction) sem mætti lauslega þýða sem kynlífs- eða kynhvatartruflun. Það er þó umtalsverður hluti kvenna fyrir tíðahvörf sem hefur svipaðar kvartanir og er almenna reglan að þetta er vangreint vandamál hjá báðum hópum og þar af leiðandi vanmeðhöndlað. Algengast er að karlmenn eftir miðjan aldur finni fyrir ristruflun þar sem vandinn getur verið líkamlegur jafnt sem andlegur, yngri menn geta lýst svipuðum einkennum en orsakir þeirra eru sjaldnar líkamlegar. Hér er svipaða sögu að segja eins og með konurnar, nema umræðan er orðin opnari gagnvart þessum vanda eldri karla eins og ávísanir stinningarlyfja bera með sér. Hvað er þá það sem ber að hugsa um finni einstaklingar til minnkaðrar kynhvatar? Alþekkt er að andleg og líkamleg þreyta, svefnleysi, streita, áhyggjur, vanlíðan og samskiptaörðugleikar hvers kyns eru stórir áhrifaþættir hjá báðum kynjum. Áfengi og vímuefni losa um hömlur en dempa skilningarvitin og samskipti, þannig dregur úr kynhvöt og ánægju af samlífi. Dæmi um lyf sem geta haft áhrif á kynhvöt eru háþrýstingslyf, þunglyndislyf, ofnæmislyf, krabbameinslyf, getnaðarvarna- og hormónalyf. Mikilvægt er að átta sig á líkamlegum orsökum og gæta að andlegu jafnvægi en í grundvallaratriðum verður að huga að nánd, trausti, opnum og heiðarlegum samskiptum milli aðila auk þess að virða þau mörk sem hver einstaklingur setur.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun