Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 18. júlí 2012 19:15 Kovalainen er ekki alveg nógu ánægður með hversu litlar framfarirnar hafa verið hjá Caterham. nordicphotos/afp Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar." Formúla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar."
Formúla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira