Kovalainen hugsanlega á förum frá Caterham Birgir Þór Harðarson skrifar 18. júlí 2012 19:15 Kovalainen er ekki alveg nógu ánægður með hversu litlar framfarirnar hafa verið hjá Caterham. nordicphotos/afp Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar." Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hjá Caterham hefur lýst því yfir að taki liðið ekki framförum á seinni hluta tímabilsins muni hann ekki aka þar á næsta ári. Samningur hans við liðið rennur út í lok árs. Kovalainen þreytti frumraun sína í Formúlu 1 árið 2007 þegar hann ók fyrir Renault. Hann flutti sig síðan yfir til McLaren fyrir árið 2008 eftir að Fernando Alonso hvarf þaðan í fússi. Það árið vann Heikki einn sigur í Ungverjalandi. Hann fór þaðan til Lotus sem síðar varð Caterham. Caterham hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að í upphafi tímabilsins. Markmiðið var að gera Catherham að miðjudeildarliði í Formúlu 1 en raunin er sú að liðið er enn þó nokkuð á eftir þeim liðum sem þeir vilja bera sig við. Marussia og HRT eru einu liðin sem verða að skrifast neðar en Caterham. Ítalska tímaritið Autosprint spurði Kovalainen hvað framtíðin beri í skauti sér. Kovalainen svaraði: "Góð spurning. Mér líður vel hérna en væri til í að skila betri úrslitum. Í augnablikinu er það ekki tilfellið." "Ég veit svo ekkert hvað tekur við. Kannski vill liðið ekki einu sinni hafa mig lengur. En ég læt úrslitin tala og í augnablikinu stend ég betur að vígi innan liðsins og það nægir mér." Kovalainen gaf það einnig skýrt til kynna að hann hefði aðeins áhuga á keppnissæti hjá keppnishæfu liði. "Peningar heilla mig hvað minnst í þessum efnum, í rauninni," sagði hann. "Mestu máli skiptir að finna gott lið, í Formúlu 1 eða einhverstaðar annarstaðar."
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira