Stuðningsgrein: "Djöfull ertu heppinn!“ Ingimar Karl Helgason skrifar 26. júní 2012 17:00 Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það er útbreitt viðhorf að karlmaður sé fyrirvinna. En líka má spyrja hvers vegna við karlar skyldum vilja forgangsraða lífi okkar þannig að svipta okkur sjálfa tíma með börnunum, og þeim tíma með okkur? Ég á tvö börn, eins og þriggja ára. Ég hef notið þeirrar gæfu að fá að verja með þeim miklum tíma. Hverri stund sem ég hef verið heima hefur verið vel varið. En þetta getur líka tekið á taugarnar. Í einhverju örvæntingarkasti yfir því að vera að missa af öllu utan heimilis, heyri ég í vini mínum og rek honum raunir mínar. Hans svar var þetta: „Djöfull ertu heppinn!" Þetta var vinur minn Svavar Halldórsson. Maður sem kann að forgangsraða. Hann var ekki lengi að leiða mér fyrir sjónir að þótt þetta væri stundum erfitt, þá fengist ekkert betra en að fá að vera með börnunum sínum. Þau væru það eina sem ekki mætti missa af. Auðvitað er þetta rétt hjá honum. Og ég tek mark á Svavari. Við Svavar unnum saman á fréttastofu Útvarpsins og mér varð strax ljóst að mjög mikið er í þennan mann spunnið. Hann er ósérhlífinn harðjaxl sem lætur sig samt aldrei muna um að rétta öðrum hjálparhönd. Svavar er með gildin sín á hreinu. Hann lagði sig fram um að búa dætrum sínum gott heimili; heimili sem varð yndislegra eftir að þau Þóra rugluðu saman reitum og börnunum fjölgaði. Svavar er maður sem getur farið á sjó til veiða, gert að afla, eldað, lagt á borð, gengið frá og vaskað upp. Hann tekur sig jafn vel út, hvort sem er við smíðar eða þegar hann les fyrir börnin. Það viðhorf er nú sýnilegt að kona skyldi ekki sækjast eftir frama fyrr en barnauppeldi er lokið. Krakkarnir eigi að vera orðnir sjálfbjarga eða jafnvel farnir að heiman. Þá fyrst getur hún sýnt hvað í henni býr. Tilfellið er að börnin eiga pabba. Og það engan smá pabba! Að við eygjum möguleika á því að þessi maður komi á Bessastaði ásamt sinni konu og sínum börnum kveikir því þessa hugsun: Við erum heppin!
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun