Það besta fyrir þjóðarlíkamann? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 28. júní 2012 20:00 Fari svo að fræðimaðurinn, Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, vinni forsetakosningarnar á laugardaginn verður það sögulegur sigur. Ekki er hægt að stinga því undir stól. Segjum að það verði raunin. Þá mun Ólafur sitja til ársins 2016, eða alls 20 ár. Þá verður Ólafur Ragnar 74 ára og íslenska lýðveldið 72 ára. Þetta þýðir að þá verður Ólafur Ragnar Grímsson búinn að vera forseti 27% af lýðveldistímanum. Það þýðir einnig að þá verður vaxin úr grasi kynslóð sem þekkir ekkert annað en Ólaf Ragnar Grímsson á forsetastóli. Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson segir sig vera talsmann lýðræðisins og sér í lagi beins lýðræðis, með þáttöku almennings. Hann hefur beitt málsskotsákvæði stjórnarskrár Íslands tvisvar og er því kominn í „æfingu“ með það, ef þannig má að orði komast. Hann hefur talað um stór samfélagsmál sem hann telur vel koma til greina að að setja í þjóðaratkvæði. Það liggur því eiginlega fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslur verði enn algengari en nú er með Ólaf Ragnar sem forseta. Kostnaður við hverja þjóðaratkvæðagreiðslu hleypur á hundruðum milljóna króna. Hann telur líka að hann þurfi að vera einskonar öryggisventill til að koma í veg fyrir að slæmir hlutir komi fyrir Íslendinga. Og hann bregður fyrir sig fínum fræðilegum orðum á borð við „þjóðarlíkami“ og vísar þá til þess að samfélagið sé eins og líkami, þar sem allir hlutarnir þurfi að virka, til þess að heildin virki. Þetta er beint úr fræðum Herberts Spencer og Emile Durkheim og tilheyrir klassískum félagsfræðikenningum. Ég velti því bara fyrir mér hvort hin mikla seta Ólafs á forsetastóli sé það besta fyrir umræddan „þjóðarlíkama“? Sérstaklega í ljósi þess að öll kerfi þurfa ákveðna endurnýjun til að þau virki sem best. Ekki síst stjórnmálakerfin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fari svo að fræðimaðurinn, Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, vinni forsetakosningarnar á laugardaginn verður það sögulegur sigur. Ekki er hægt að stinga því undir stól. Segjum að það verði raunin. Þá mun Ólafur sitja til ársins 2016, eða alls 20 ár. Þá verður Ólafur Ragnar 74 ára og íslenska lýðveldið 72 ára. Þetta þýðir að þá verður Ólafur Ragnar Grímsson búinn að vera forseti 27% af lýðveldistímanum. Það þýðir einnig að þá verður vaxin úr grasi kynslóð sem þekkir ekkert annað en Ólaf Ragnar Grímsson á forsetastóli. Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Ragnar Grímsson segir sig vera talsmann lýðræðisins og sér í lagi beins lýðræðis, með þáttöku almennings. Hann hefur beitt málsskotsákvæði stjórnarskrár Íslands tvisvar og er því kominn í „æfingu“ með það, ef þannig má að orði komast. Hann hefur talað um stór samfélagsmál sem hann telur vel koma til greina að að setja í þjóðaratkvæði. Það liggur því eiginlega fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslur verði enn algengari en nú er með Ólaf Ragnar sem forseta. Kostnaður við hverja þjóðaratkvæðagreiðslu hleypur á hundruðum milljóna króna. Hann telur líka að hann þurfi að vera einskonar öryggisventill til að koma í veg fyrir að slæmir hlutir komi fyrir Íslendinga. Og hann bregður fyrir sig fínum fræðilegum orðum á borð við „þjóðarlíkami“ og vísar þá til þess að samfélagið sé eins og líkami, þar sem allir hlutarnir þurfi að virka, til þess að heildin virki. Þetta er beint úr fræðum Herberts Spencer og Emile Durkheim og tilheyrir klassískum félagsfræðikenningum. Ég velti því bara fyrir mér hvort hin mikla seta Ólafs á forsetastóli sé það besta fyrir umræddan „þjóðarlíkama“? Sérstaklega í ljósi þess að öll kerfi þurfa ákveðna endurnýjun til að þau virki sem best. Ekki síst stjórnmálakerfin.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun