Stuðningsgrein: Forseta fyrir alla – sem leiðir okkur inn í nýja öld Jón Pálsson skrifar 4. júní 2012 11:02 Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Sjá meira
Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar