Stuðningsgrein: Forseta fyrir alla – sem leiðir okkur inn í nýja öld Jón Pálsson skrifar 4. júní 2012 11:02 Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru á margan hátt forréttindi að vera Íslendingur. Að tilheyra þjóð, þar sem við fæðumst með tiltölulega jafnan rétt til lífsgæða, s.s. velferðar, menntunar og atvinnu. Að eiga jafnan hlut í dýrmætum þjóðararfi menningar og auðlinda, náttúru og mannréttindum óháð ætt, kyni, stjórnmálaskoðunum eða búsetu. Þennan dýrmæta arf færðu forfeðrakynslóðir okkur sem nú lifum með ærinni fyrirhöfn, og honum ber okkur að ávaxta og færa áfram til komandi kynslóða. Það hefur lengst af ekki skipt stóru máli hvaða stjórnmálaskoðanir Íslendingar hafa eða hvort þeir tilheyri einhverjum tilteknum hópum, sem sitji betur að þjóðararfinum. En er þessi mynd af draumalandinu okkar raunsönn? Eða fór kannski eitthvað úrskeiðis á síðustu árum liðinnar aldar og þeim fyrstu þessarar aldar? Við eignuðumst allt í einu einhverskonar yfirstétt, sem virtist telja sig „jafnari"en aðrar stéttir í okkar jafna og stéttlausa þjóðfélagi; stétt sem tók til sín óhóflega, fór ógætilega með og hirti ekki svo mikið um þau gömlu góðu íslensku gildi að við værum öll í sama samfélagi með sama rétt. Kannski var það gæfa þjóðarinnar að þetta misskipta kerfi hrundi eftir skamma tilveru. En hvernig skyldi okkur miða í því að endurreisa samfélagið? Er okkur að takast að byggja upp í anda þjóðfundanna, þar sem hugtök á borð við heiðarleika, virðingu, réttlæti, jákvæðni og sjálfbærni voru ofarlega á baugi? Því miður hafa önnur gildi verið of áberandi í þjóðfélagsumræðunni undanfarin ár. Reiði, heift, hroki, ókurteisi, hagsmunabarátta og andstæðar fylkingar eru hugtök, sem koma því miður oftast í hugann þegar fylgst er með þjóðfélagsumræðunni síðustu misserin. Íslensk þjóð þarf leiðtoga, sem kemur hinum jákvæðu gildum á dagskrá og leiðir okkur aftur á þá braut, sem við öll viljum að þjóðin komist á; braut jafnréttis, heiðarleika, virðingar og réttlætis. Er ekki góð byrjun að velja okkur forseta, sem getur axlað þetta verkefni og hefur með störfum sínum og áherslum sýnt og sannað að honum er vel treystandi til þess að koma þessum góðu gildum á dagskrá? En um leið forseta, sem kann þá list að hlusta á þjóð sína og skynja hennar hjartslátt þannig að vilji þjóðarinnar allrar verði leiðarljósið, ekki bara vilji sumra, sem etv. tala hæst? Þóra Arnórsdóttir er að mínu mati einmitt sá forsetaframbjóðandi, sem er treystandi til þessa mikilvæga verkefnis. Kjósum Þóru sem næsta forseta Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar