Við viljum nýjan forseta! Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar 9. júní 2012 18:45 Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein. Eftir hrunið haustið 2008, og þá margvíslegu erfiðleika sem af því leiddi, hafa landsmenn, jafnt Alþingi, ríkisstjórn, sveitarfélög og einstaklingar, leitað leiða til að byggja upp gott þjóðfélag á Íslandi. Landsmenn eru ekki á eitt sáttir um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli fara að markmiðum, en það er eðlilegt og heilbrigt að skoðanir séu skiptar. Það sem er lakara er að umræðuhefðin í samfélaginu hefur harðnað á undanförnum árum. Hún einkennist um of af óbilgirni, óþolinmæði og skorti á umburðarlyndi gagnvart andstæðum skoðunum. Þetta á ekki aðeins við um opinbera umræðu í hefðbundnum fjölmiðlum heldur ekki síður um samskipti fólks og umræðu bæði í raunheimum og netheimum. Forseti Íslands getur með framgöngu sinni og fordæmi leikið stórt hlutverk við að bæta samskiptahætti þjóðarinnar, aukið virðingu landsmanna fyrir hver öðrum og eflt þannig samstöðu meðal þjóðarinnar. Því er sérstaklega rík þörf fyrir það nú, þegar við erum að hverfa frá arfleifð og hugsunarhætti áranna fyrir 2008, að fá í embætti forseta Íslands manneskju sem vill beita forsetaembættinu til að jafna deilur og leiða saman aðila, með hagsmuni þjóðarinnar í huga. Þóra Arnórsdóttir, einn frambjóðenda til forseta Íslands, hefur lagt áherslu á mikilvægi sáttar og samstöðu meðal landsmanna. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsum málum sé mikilvægt að horfa fremur til þess sem sameinar frekar en að við stillum okkur sífellt upp í átakalínur. Persónueinkenni forseta hafa ótvíræð áhrif út í samfélagið. Við teljum að það væri okkur til heilla að fá í forsetaembættið manneskju sem ekki aðeins er vel menntuð og með fjölbreytta starfsreynslu heldur geislar líka af jákvæðni, krafti og bjartsýni. Þessir eiginleikar eru áberandi í fari Þóru Arnórsdóttur, þeir eru gott veganesti inn í framtíðina – upphaf að nýju Íslandi. Til að lýðræði þrífist og dafni er nauðsynlegt að regluleg endurnýjun eigi sér stað í hópi þeirra sem eru í forsvari fyrir þjóðina. Þann skilning hafði Kristján Eldjárn þegar hann steig úr forsetastóli árið 1980. Það er við hæfi að gera orð Kristjáns í áramótaávarpi hans árið 1980 að lokaorðum þessarar greinar, en þá sagði hann: „Sjálfur tel ég að tólf ár séu eðlilegur og jafnvel æskilegur tími í þessu embætti og er það drjúgur spölur í starfsævi manns. Og enginn hefur gott af því að komast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissandi."
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun