Stuðningsgrein: Að kveða burt snjóinn Sigrún Eldjárn skrifar 21. maí 2012 16:00 Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Sjá meira
Það blása frískir og fjörugir vorvindar um landið. Æðarfuglinn hreiðrar um sig í Bessastaðanesinu. Lóan segir okkur að vakna og vinna og vonglöð taka nú sumrinu mót. Krían gargar og minnir okkur um leið á að nú sé rétti tíminn til að byggja sig upp. Að nú þurfi íslenska þjóðin að losna úr argaþrasinu og finna á ný fyrir samheldni og sáttahug. Við þurfum að horfa fram á veginn og velja okkur nýjan forseta. En hvernig forseta viljum við? Við höfum hvorki þörf fyrir kóng né drottningu, ekki heldur pólitíkus eða neinn sem ógnar þingræðinu. Við viljum alls ekki forseta sem elur á sundrungu milli þegnanna. Nei, okkur vantar manneskju sem nýtur trausts og er vinur okkar. Í þeirri vináttu á að felast virðing fyrir reglum lýðræðis okkar og þingræðis. Við þurfum heiðarlega, heilsteypta manneskju sem styður okkur og stendur með á erfiðum stundum og gleðst með okkur þegar vel gengur. Sem leggur áherslu á væntumþykju, náungakærleik og jafnrétti og minnir okkur stöðugt á grunngildi mannlegrar reisnar. Forseta sem sýnir okkur að við séum ein þjóð þótt við höfum ólíkar skoðanir. Sem er þjóðhöfðingi allra, ekki bara sumra. Margir þeirra sem þegar hafa gegnt embætti forseta Íslands hafa borið gæfu til að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Það hefur kannski ekki alltaf verið auðvelt en flestum hefur tekist það. Eftir erfitt tímabil þar sem reiði og biturð hafa náð tökum á fólki, þar sem flokkadrættir og sundrund ógna lífsgleði okkar, er kominn tími fyrir aðrar áherslur. Við erum lítil þjóð og eigum að geta lifað sátt og sæl í góðu landi. Nú þurfum við á því að halda að vinna saman og hafa gaman af því. Ekki meira sundurlyndi, forðumst drullupytti og skítkast. Það er von mín og trú að íslenska þjóðin beri gæfu til að velja sér forseta sem hún ber virðingu fyrir og sameinar þjóðina. Næsti forseti okkar á að vera einlæg manneskja með góða dómgreind, heiðarleg og réttlát, þrautgóð á raunastundu, hugmyndarík og létt í lund. Sem getur lyft okkur upp yfir þrasið og flokkadrættina, stutt okkur á erfiðum stundum og glaðst með okkur á góðum degi. Við þurfum menningarlegan forseta en ekki pólitískan, forseta sem drífur okkur upp úr sundrunginni og hjálpar okkur að horfa björtum augum til framtíðar. Við erum svo heppin að slíkur kostur er einmitt í boði. Þóra Arnórsdóttir er ung, klár og dugleg kona með mikla reynslu. Hún býðst til að gegna þessu hlutverki og hún smellpassar í það. Það er bjart yfir henni og framtíðin brosir við okkur. Þóra er rétta manneskjan á Bessastaði.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun