Appelsínuhúð Teitur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2012 06:00 Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun