Appelsínuhúð Teitur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2012 06:00 Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun