Stjórnvöld skortir áræði Elín Björg Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2011 06:00 Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú hafa Samtök atvinnulífsins upplýst að þau ætli ekki að ganga til kjarasamninga fyrr en gengið hefur verið frá málefnum varðandi fiskveiðistjórnunarkerfið. Launafólk í alls óskyldum greinum á sem sagt að bíða með úrlausn sinna mála þar til jafn viðkvæmt pólitískt mál og kvótakerfið verður til lykta leitt. Undanfarin ár hefur sú hefð myndast að hið opinbera bíður með sína samningagerð þar til samið hefur verið á almenna vinnumarkaðinum. Samningar opinberra starfsmanna hafa síðan tekið mið af þeim. Það er hins vegar ólíðandi að þessi sérkrafa verði til þess að allir launamenn í landinu þurfi að bíða í lausu lofti með kjarasamninga. Í óvissuástandi í efnahagsmálunum, eins og nú ríkir, þarf styrka forystu til að leggja línurnar á vinnumarkaðnum. Það þarf að gera með hagsmuni samfélagsins alls í huga. Það er ekki hægt að bjóða heimilunum í landinu upp á áframhaldandi kaupmáttarrýrnun á meðan hagsmunaeigendur ræða við ríkisstjórnina. Hagur venjulegs launafólks; sjúkraliða, lögreglumanna, bæjarstarfsmanna, tollvarða, skólaliða, svo dæmi sé tekið, á ekki að vera í höndum útgerðarmanna. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar kennir sig við félagshyggju. Það skýtur því skökku við að þau ætli sér að láta hagsmuni atvinnurekenda í einni atvinnugrein hindra almennar kjarabætur í landinu. Endurreisn íslensks efnahagslífs er sameiginlegt átak þar sem allir verða að leggjast á eitt. Við verðum hins vegar að hafa stjórnvöld sem þora að skera á hnútinn þegar með þarf, þora að stíga fram fyrir skjöldu og móta stefnuna, með hagsmuni alls fólksins í landinu í huga; ekki bara þeirra sem reka útgerðarfyrirtæki. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að leysa almennt launafólk úr viðjum sérhagsmunanna LÍÚ. Nú er lag að semja við opinbera starfsmenn, slá tóninn fyrir komandi kjarabætur og leyfa Samtökum atvinnurekenda að velja hvort þau verði með í endurreisn samfélagsins, eða hvort þau setji sérhagsmuni ofar almannahagsmunum. Jóhanna og Steingrímur: sýnið dug og semjið við viðsemjendur ykkar, í því liggur ykkar ábyrgð. Ekki bíða eftir línunni frá sérhagsmunasamtökum. Leggið línurnar sjálf.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun