Útópía Jens Fjalar Skaptason skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Ég á mér hugmynd um fullkominn heim. Ég og John Lennon. Í minni útgáfu af Útópíu væru kynferði, kynhneigð og kynþáttur nákvæmlega enginn faktor í verðleikamati nokkurrar manneskju. Gildi hennar væri gersamlega óháð þessum þáttum. Samfélagið myndi ekki einkennast af gagnkynhneigðu forræði, hörundslitur væri afstæður og kynin stæðu jafnfætis. Það væri nefnilega á engan hallað í minni Útópíu. Það er von mín og trú að flestir Íslendingar deili þessari hugmynd um hinn fullkomna veruleika. Með mér og John Lennon. Við erum að minnsta kosti á réttri leið og lengra komin en meirihluti þjóða heimsins. Fyrir þremur árum síðan var kvenréttindabaráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn Benazir Bhutto skotin til bana í Pakistan. Hin afganska Bibi Aishu, sem birtist nýverið á forsíðu tímaritsins The Times, er ein af milljónum kvenna sem þurft hefur að þola gróft ofbeldi af hendi eiginmanns síns. Nauðganir, morð, barsmíðar, kúgun og misnotkun. Baráttan er gríðarlega umfangsmikil og birtingarmyndir kynjamisréttis ótal margar. Eins hrikaleg og óafsakanleg sem staðan í mannréttindamálum er í mörgum löndum þá réttlætir það þó ekki vægari útgáfu af misrétti á Íslandi. Markmiðið hlýtur að vera metnaðarfyllra. Íslendingar eru framarlega á merinni í mannréttindamálum almennt en skipið er þó enn fjarri höfn. Útópía er ekki í augsýn enn. Baráttunni okkar lauk hvorki með kjöri Vigdísar Finnbogadóttur sem fyrsta kvenforseta heims (sem kjörin var í almennum kosningum) né með skipan fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra heims, þrátt fyrir að þetta hafa vissulega verið gríðarlega stórir og mikilvægir áfangar fyrir málstaðinn. Hvenær er baráttunni þá raunverulega lokið ? Launamunur kynjanna er enn viðvarandi vandamál sem Íslendingar hafa alla burði til að yfirstíga. Ef við ímyndum okkur árs vinnuframlag konu og karls í sama starfi myndi konan að meðaltali hætta að fá laun í okt/nóv á meðan karlinn fengi laun út árið. Árið sem þessi kona fær laun út 31. desember er hinn raunverulegi sigur í baráttunni gegn launamisrétti kynjanna á Íslandi. Daginn sem kona hefur nákvæmlega sama aðgengi og karlmenn að valdastöðum í sínu landi er raunverulegur sigur. Daginn sem engin kona þarf að þola kynbundið ofbeldi er raunverulegur sigur. Þrátt fyrir að hindanirnar séu margar og sigrarnir stórir eru þeir raunhæfir. Við megum ekki sætta okkur við neitt minna og uppgjöf er ekki í boði. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar