Vernd fæðingarorlofslaga ofmetin Lára V. Júlíusdóttir skrifar 19. desember 2011 07:00 Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun