Vernd fæðingarorlofslaga ofmetin Lára V. Júlíusdóttir skrifar 19. desember 2011 07:00 Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Full ástæða er til að vekja athygli launafólks á nýlegri dómaframkvæmd í fæðingarorlofsmálum. Eins og kunnugt er gilda hér á landi lög um fæðingar- og foreldraorlof sem sögð eru einhver þau framsæknustu sem um getur og oft er hampað þegar rætt er um hversu langt við Íslendingar höfum náð í fjölskylduvæðingu vinnumarkaðarins. Lögin eru líka tekin sem dæmi um jafnrétti kvenna og karla og henta því ágætlega þegar benda þarf á hvað löggjafinn hefur gert vel við konur á umliðnum árum. Það veldur því vonbrigðum þegar tekist er á um túlkun laganna fyrir dómi hversu erfitt starfsmenn á vinnumarkaði eiga með að fá rétt sinn viðurkenndan og hversu þungt sjónarmið atvinnurekandans vega, hvort sem er hins almenna atvinnurekanda eða ríkisins. Lögin eru þannig matskennd og opin fyrir túlkun. Samkvæmt fæðingar- og foreldraorlofslögum er vinnuveitanda óheimilt að segja þunguðum starfsmanni upp nema gildar ástæður séu fyrir hendi og skal þá skriflegur rökstuðningur fylgja uppsögninni. Sönnunarbyrði fyrir því að gildar ástæður hafi legið til grundvallar uppsögninni er lögð á vinnuveitandann. Takmarkaðar skýringar er að finna í lögskýringargögnum á því hvað teljast vera gildar ástæður. Nýlegur dómur í Hæstarétti skal hér gerður að umtalsefni. Í málinu var um það deilt hvort atvinnurekandi, sem var opinber stofnun á heilbrigðissviði, gæti sagt upp þungaðri konu sem var almennur læknir til að ráða í hennar starf annan lækni sem hefði tiltekin sérfræðiréttindi. Konan hafði verið í starfi hjá stofnuninni í nokkur ár, fyrst lausráðin og síðan fastráðin. Þegar hún var upphaflega fengin til starfa hafði staðið til að ráða lækni með sérfræðiréttindi á tilteknu sviði sem stofnunin starfaði á en slíkur læknir hafði ekki fengist. Hjá stofnuninni störfuðu að jafnaði 7-8 læknar, þar af þrír með þessa tilteknu sérgrein, og hafði staðið til að bæta við þeim fjórða. Var konunni tilkynnt að þegar slíkur sérfræðingur fengist yrði henni sagt upp starfi. Þegar sérfræðingur loks fékkst stóð þannig á að konan var þá orðin barnshafandi. Henni var þrátt fyrir það sent uppsagnarbréf þar sem greint var frá því að nú hefði fengist sérfræðingur. Hún gerði fyrst kröfu til þess að fá að vinna fram að áætluðum fæðingardegi barnsins en því var hafnað. Hún var síðan látin hætta tveimur mánuðum áður en hún átti að fara í fæðingarorlof. Þá höfðaði konan mál og krafðist skaðabóta vegna ólögmætrar uppsagnar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem konunni hefði verið gert ljóst að ef sérfræðingur á þessu tiltekna sviði fengist yrði henni sagt upp starfi, þá hefði atvinnurekandi haft gildar ástæður fyrir uppsögn. Þessi niðurstaða var síðan staðfest í Hæstarétti. Upplýsingar atvinnurekanda til starfsmannsins um þetta atriði voru m.ö.o. látnar vega þyngra en vernd fæðingarorlofslaga gegn uppsögn starfsmanna. Skipti þá engu máli þótt konan hefði starfað hjá stofnuninni í tæp þrjú ár og verið fastráðin nokkrum mánuðum áður. Sá rökstuðningur var talinn vera nægur að von væri á sérfræðingi til starfa. Framangreint dæmi sýnir hversu litla vernd fæðingarorlofslögin veita þegar á reynir. Þótt ákvæði sem þetta skipti alltaf máli er það aldrei mikilvægara en þegar samdráttur verður á vinnumarkaði. Ég skora á löggjafann að sjá til þess að ákvæði 30. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof verði breytt þannig að það veiti ekki falskar vonir og veiti atvinnurekendum ekki það svigrúm að senda fólk heim bótalaust þegar mest ríður á í lífinu.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar