Samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. desember 2011 06:00 Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur verið unnið að undirbúningi þekkingarseturs um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Nokkur af stærstu fyrirtækjum landsins eru stofnaðilar setursins, en það er rekið sem sjálfstætt félag með eigin stjórn, samþykktum og siðareglum. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er ekki einhlítt hugtak. Bæði hefur merking þess tekið breytingum í tímans rás og einnig hafa verið mismunandi skoðanir á því hvort og þá hvernig fyrirtæki eigi að taka ábyrgð á því samfélagi sem þau starfa í. Í því sambandi má minnast orða Miltons Friedman sem sagði að eina samfélagslega ábyrgð fyrirtækja væri að hámarka hagnað eigenda sinna og láta öðrum til þess hæfari að sinna velferð samfélagsins. Flest fyrirtæki hafa þó í gegnum tíðina lagt sitt af mörkum til samfélagsins og þá sérstaklega með því að veita styrki til mannúðar- og menningarmála. Á síðari tímum hefur hugtakið tekið á sig breiðari mynd og nær til allra þátta í starfsemi fyrirtækja, þ.e. hvernig fyrirtækin afla teknanna. Þá er litið til stjórnarhátta, siðareglna, umhverfismála, jafnréttis- og mannréttindamála, svo dæmi séu tekin en ekki einungis hvernig þau ráðstafa hagnaðinum. Stjórnvöld í mörgum ríkjum hafa sett sér stefnu um samfélagsábyrgð og hvetja fyrirtækin með virkum hætti til að sýna ábyrgð. Í Danmörku er 1100 stærstu fyrirtækjunum skylt að skila inn upplýsingum í ársreikningi um stefnu og aðgerðir í samfélagsmálum. Evrópusambandið hefur nýlega sett fram endurnýjaða stefnu um samfélagsábyrgð, þar sem æ ríkari áhersla er lögð á skyldur ríkis og sveitarfélaga þar sem þau eru stærsti einstaki kaupandinn að vörum og þjónustu. Stjórnvöld geta í krafti þess gert ríkar kröfur til fyrirtækja sem þau skipta við. Evrópusambandið leggur ennfremur áherslu á skyldur opinberra aðila þegar kemur að því að bjóða út þjónustu sem þau sinna að jafnaði sjálf, til dæmis í mennta- og velferðarmálum. Þekkingarsetrið var stofnað með það að markmiði að efla þekkingu og hvetja til umræðu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hér á Íslandi. Slíkt er ekkert áhlaupaverk og verður einungis unnið með þolinmæði og þrautseigju að leiðarljósi. Ein leið til að hvetja fyrirtæki til góðra verka er að skoða hvað aðrir eru að gera og hafa verið að gera í þessum efnum í þeim löndum sem við lítum gjarnan til. Í dag hafa tæplega 7 þúsund fyrirtæki um allan heim skrifað undir hnattræn viðmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð (UN Global Compact). Fyrirtækin skuldbinda sig til að starfa samkvæmt tíu viðmiðum sem snúast um mannréttindamál, umhverfismál, vinnuvernd og aðgerðir gegn spillingu. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki skulu virða rétt fólks til þess að vera í verkalýðsfélögum, vinna að því að afnema barnaþrælkun og sýna frumkvæði í umverfisvernd. En það er eitt að hafa uppi áform um að sýna samfélagslega ábyrgð og annað að setja saman raunhæfa áætlun um innleiðingu á slíkri stefnu í fyrirtækinu. Dagana 6. og 7. desember næstkomandi mun þekkingarsetrið standa fyrir námskeiði um aðferðafræði við innleiðingu á stefnu um samfélagslega ábyrgð í samvinnu við sérfræðinga frá evrópska ráðgjafafyrirtækinu Grontmij. Námskeiðið er fyrsta sinnar tegundar hér á landi en kennt er samkvæmt svokölluðum GRI viðmiðunum (Global Reporting Initiativ) en Grontmij er samstarfsaðili GRI á Norðurlöndunum. Það er gleðilegt að segja frá því að fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Leiðbeiningar GRI innihalda leiðarvísi um hvernig fyrirtæki geta skilgreint þá þætti sem eru þýðingarmestir varðandi samfélagsábyrgð og innihalda jafnframt fyrirframskilgreinda mælikvarða á sviði samfélagsábyrgðar (umhverfi, samfélag, efnahagur). Við sem stöndum að þekkingarsetrinu erum stolt af því að bjóða upp á fyrsta námskeiðið af þessum toga á Íslandi og væntum góðs af samstarfi við íslensk fyrirtæki með það í huga að bjóða upp á frekari fræðslu og umræðu á þessu sviði.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun