Bjart er yfir Betlehem Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2011 06:00 Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun JPZ í Borgó Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það tóku flestir undir með kórnum á aðventukvöldinu þegar við sungum Bjart er yfir Betlehem. Í mörg ár hef ég ekki getað annað en hugsað til þess hvert öfugmæli vísuorðið er, þegar horft er til hernáms á fæðingarborg frelsarans og hvað íbúarnir hafa mátt búa við árum og áratugum saman. Nú er Betlehem umlukin níu metra háum múr, fólkið innilokað og niðurlægt á degi hverjum af hernámsliði og landtökufólki sem verður æ árásargjarnara á Vesturbakkanum. Umheimurinn hefur um langt skeið fylgst næsta aðgerðarlaus með því hvernig palestínska þjóðin hefur mátt líða fyrir hernámið, bæði íbúar á herteknu svæðunum, Palestínumenn sem eru búsettir í Ísrael og síðast en ekki síst þær milljónir sem eru landflótta og hírast án ríkisfangs í nærliggjandi löndum. En kristnir íbúar Betlehem sem og aðrir hafa þrátt fyrir allt ekki gefið upp vonina sem tengist aðventu og jólum. Það er von um frelsi og frið. Íslendingar hafa þessa dagana tækifæri til að efla þessar vonir meðbræðra sinna í Palestínu og er þess vænst að Alþingi hafi í dag samþykkt þingsályktun um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir Sex daga stríðið árið 1967. Sjálfstæðisyfirlýsingin kom til sögunnar árið 1988 og þá þegar viðurkenndi meirihluti þjóða heims Palestínu. Á það er sjaldan minnst að þessi yfirlýsing felur ekki síður í sér viðurkenningu á Ísraelsríki á nærri 80% upphaflegrar Palestínu, landsins sem Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að skipt yrði til helminga milli gyðinga og araba þann 29. nóvember 1947. Nú þegar 64 ár eru liðin og Palestínumenn reiðubúnir til að axla ábyrgð og njóta réttar sem frjálst og fullvalda ríki, þá gera þeir aðeins kröfu til fimmtungs lands síns, tæplega helmings af þeim helmingi sem þeim var ætlaður af SÞ. En þessi mikla eftirgjöf og sáttavilji dugir ekki öllum, að minnsta kosti ekki hernámsveldinu, en þar vilja ráðandi öfl helst engu sleppa. Á endanum verður að fara samningaleið, þótt hún virðist ófær eins og er, á meðan Ísraelsríki herðir á landtökunni og ógnar með frekari árásum. Átylla þeirra er umsókn Palestínu að SÞ. Stríði er líka hótað ef sættir nást milli ríkjandi fylkinga á Gaza og Vesturbakkanum. Þó er næsta augljóst að þær sættir eru forsenda þess að raunverulegar friðarviðræður geti hafist og tvö ríki fái að dafna hlið við hlið. Það er löngu útséð um að tvíhliða viðræður Ísraels og Palestínu skila engu. Þar er aflsmunur allt of mikill og þótt öll pólitísk öfl Palestínumanna séu reiðubúin að viðurkenna Ísrael, þá er það ekki gagnkvæmt. Ísrael viðurkennir ekki Palestínu. Fleiri ríki verða að koma til og Sameinuðu þjóðirnar þurfa að taka á sínum stóra, hver og ein og allar saman, og sjá til þess að palestínska þjóðin fái notið réttar síns til frelsis og mannréttinda. Annars fæst ekki varanlegur friður. Viðurkenning Íslands á Palestínu er mikilvægt framlag sem hafa mun áhrif á hin Norðurlöndin og víðar og flýta því að þau geri slíkt og hið sama og bætist í hóp þeirra 132 ríkja sem nú þegar viðurkenna Palestínu. Það er góð jólakveðja til Betlehem sem gleðja mun Palestínumenn hvarvetna og efla vonir um frið og frelsi.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun