Aldur og atgervi Jónína Michaelsdóttir skrifar 22. nóvember 2011 06:00 Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Það var gaman að sjá myndina um Thorsarana í sjónvarpinu, ekki síst myndir frá löngu liðnum tíma. Ævisaga hins merka brautryðjanda Thors Jensen, skrásett af Valtý Stefánssyni, kom út árið 1955, var mikið lesin. Það munaði mikið um þennan mann sem virðist bæði hafa verið hugmyndaríkur og traustur athafnamaður og góð manneskja. Hann hugsaði hátt og gafst ekki upp í lægðunum. Þegar ég las bókina í fyrsta skipti á unglingsárunum staldraði ég við eftirfarandi setningar: „Eftir að ég hafði fest kaup á Korpúlfsstöðum, fór ég að hugleiða að þarna kynni að vera verkefni fyrir mig. Ég var ekki nema sextugur maður." Enginn sem ég þekkti á þessum árum og jafnan síðan hefur tekið svona til orða: „Ég er ekki nema sextugur maður!" Það væri þá helst á allra síðustu árum, því að í dag geta bæði sextugir og sjötugir byrjað á nýju og spennandi verkefni, ef hugmyndaflugið er virkjað og heilsan er í góðu lagi. Bjart og svartTil er fólk sem virðist alltaf vera geislandi glatt, alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, lítur aldrei á neitt sem fyrirhöfn eða vesen. Munar ekkert um viðvik hér og þar. Þetta fólk auðgar auðvitað umhverfi sitt og þegar árin færast yfir það breytist vitundin ekkert. Æskugleðin og þrótturinn víkur aldrei frá þeim. Svo eru aðrir sem lokast inni í þröngsýni og hafa jafnan augun á því sem er að. Taka sjálfa sig óþarflega hátíðlega, og leyfa hvers kyns fordómum að dafna innra með sér. Þetta fólk verður gjarnan gamalt á vissan hátt þó að það sé ungt að árum. Aldur er sem sé ekki bara spurning um ár. Samt erum við býsna bundin af þessu fyrirbæri: Aldrinum. RamminnÁ sama hátt og við höfum breyst úr einstaklingum með nafn og föðurnafn í kennitölur, erum við hvert í sínu hólfi. Börnin verja deginum innan girðingar í umsjá leikskólakennara þangað til þau fara í skóla og síðar framhaldsskóla. Svo kemur hjónaband og atvinnulíf, þangað til þau ná eftirlaunaaldri. Þá eru þau orðin eldri Íslendingar og flytja gjarnan í húsakynni með öðrum slíkum. Sumir líta svo á, að þar með sé þetta fólk komið á hliðarlínuna, og ekki lengur virkir aðilar í samfélaginu. Þeim er frjálst að hafa þá skoðun, en það er ekki í lagi ef 67 og eldri láta það hafa áhrif á sig og fara að trúa því sjálfir. Góður vinur minn tók á sínum tíma við virtu, en litlu fyrirtæki í Reykjavík. Hann var á margan hátt á undan sinni samtíð og tók upp nýjungar sem vöktu athygli og virðingu. Nokkrum mánuðum eftir að hann fór á eftirlaun var honum boðið í teiti á þessum vinnustað sem nú var í höndunum á ungum mönnum. Tveir þeirra voru að ræða um fyrirtækið við hann og töluðu eins og hann vissi ekkert um það. Þegar þekking hans á fyrirtækinu kom fram í samtalinu horfðu ungu mennirnir steinhissa og glaðlega á hann. „Sko þig!" Í samfélagi sem er að búa til aldursstéttarskiptingu, verða svona óvitar til.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun