Töfrar í tónlistarhúsi Kjartan Ólafsson skrifar 25. október 2011 06:00 Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Hátíðin Norrænir músíkdagar var stofnsett árið 1888 og er því er ein elsta tónlistarhátíð heims á sínu sviði. Hátíðin var að þessu sinni haldin í einu nýjasta tónlistarhúsi Evrópu – Hörpunni í Reykjavík – en skipuleggjandi var Tónskáldafélag Íslands. Orðspor Hörpunnar hefur nú þegar borist víða um heim og af því tilefni lagði fjöldi erlendra gesta leið sína til Íslands til að hlýða á framsækna nútímatónlist í tónlistarhúsinu nýja. Að auki kom fjöldi fulltrúa erlendra fjölmiðla til landsins til að kynna sér nýja norræna tónlist „í einu besta tónlistarhúsi heims" – eins og einn hinna erlendu gesta orðaði það. Þeir voru allir sem einn stórhrifnir af hljómburði og töfrum hússins og áttu stundum erfitt með að útskýra fyrir sjálfum sér hvers vegna slíkt hús væri ekki til í þeirra heimalandi, þrátt fyrir að allar forsendur væru þar fyrir hendi. Aðsókn að Norrænum músíkdögum á Íslandi náði nýjum hæðum – þúsundir gesta hlustuðu agndofa þegar fjölbreytt nútímatónlistin hljómaði í sérhönnuðum sölum Hörpunnar í flutningi fremstu tónlistarmanna landsins. Tónlistarhúsið Harpa er án efa eitt besta heppnaða tónlistarhús heims í dag. Salirnir fjórir, hver með sinni sérstöðu, skiluðu tónlistinni á besta veg og þannig náði hin margbreytilega samsetning nútímatónlistarinnar að njóta sín í smæstu atriðum – nokkuð sem aldrei hefur áður gerst á Íslandi. Á upphafstónleikum Norrænna músíkdaga 2011 lék Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg verk eftir norræn tónskáld af yngri kynslóðinni. Stílbrigði tónverkanna náðu fullkomlega að njóta sín í salnum og var upplifun áheyrenda eftir því. Ljóst var að Harpan náði að njóta sín til hins ítrasta í fjölbreyttri efnisskrá hátíðarinnar. Hvert smáatriði í hönnun hússins skilaði sér í enn meiri hljómgæðum. Tónlist sem nær að hljóma í góðum tónlistarsölum lifir ekki aðeins í augnablikinu heldur nær að hljóma áfram inn í framtíðina – í hugum áheyrenda. Tónlistarhúsið Harpa er hannað þannig að allar tegundir tónlistar frá öllum tímum tónlistarsögunnar eiga að geta fengið að njóta sín. Lífæð hússins eru listamennirnir sem þar starfa hverju sinni en ekki síður starfsfólk hússins sem á örskömmum tíma hefur náð færni í skipulagningu og framkvæmd ólíkra tónleikaforma eins og finna má á þéttskipaðri tónlistarhátíð sem þessari. Flóknar skiptingar milli tónleika voru frábærlega leystar af hendi og með ósérhlífni, kurteisi og mikilli fagmennsku stuðluðu þau að því að tónlistin náði að njóta sín með mun betri hætti en nokkru sinni hefur þekkst hér á landi. Harpa er þegar orðin einn helsti sendiherra íslenskrar tónlistar á erlendum vettvangi. Jákvætt orðspor hússins hefur orðið til þess að nú þegar hafa borist fjölmargar fyrirspurnir erlendis frá um næstu tónlistarhátíð nútímatónlistar hér á landi, Myrka músíkdaga, sem fara mun fram þar í húsi í lok janúar á næsta ári. Það er von okkar að tónlistarhúsið Harpa verði áfram lifandi umgjörð um fjölbreytt tónlistarlíf samtímans, öllu íslensku tónlistarfólki verði gert kleift að starfa þar að sinni listsköpun og að tónlistin fái þannig að lifa þar og hljóma – inn í framtíðina.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun