Eldfjall Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 14. október 2011 06:00 Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga. Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér. Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga. Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans. Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar. Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Manneskjan á krossgötum. Manneskjan andspænis því góða og slæma í eigin lífi. Manneskjan frammi fyrir dauðanum. Manneskjan sem þarf að standa vörð um eigin virðingu og annarra. Kvikmyndir miðla glímunni við lífið. Áhorfandinn speglar sig í sögunum á hvíta tjaldinu og þær verða vettvangur fyrir eigin vangaveltur um lífsreynsluna. Góð kvikmynd býður til þannig samtals, án þess að dæma eða þvinga. Góð kvikmynd hvílir á sterkri sögu, trúverðugum leik og góðu handverki. Þetta þrennt kemur saman í kvikmyndinni Eldfjalli undir styrkri stjórn Rúnars Rúnarssonar. Hún fjallar um efni sem er honum hugleikið, eins og sjá má í fyrri verkum Rúnars – hvernig manneskjan bregst við breytingum sem aldurinn færir óhjákvæmilega með sér. Aðstæður aldraðra, umönnun sjúkra og staða manneskjunnar þegar heilsan bregst er áleitið efni í samtímanum og snerta marga á Íslandi í dag. Aðalpersóna Eldfjalls stendur í þessum sporum og er knúin til að ganga í sig og axla ábyrgð. Hann þarf að horfast í augu við lífshlaupið sitt, það sem gekk vel og hitt sem fór aflaga. Eldfjall fékk kvikmyndaverðlaun kirkjunnar á nýafstaðinni Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Þjóðkirkjan hefur í sex ár verðlaunað myndir á RIFF í flokki nýrra leikstjóra, sem eru ekki bara vel gerðar kvikmyndir heldur eiga sérstakt erindi í glímuna við trúar- og tilvistarspurningar samtímans. Eldfjall sýnir ástina á sterkan og ágengan hátt. Hún miðlar fegurð og styrkleika í aðstæðum sem eru kreppandi og vonlausar. Hún minnir á mikilvægi nærverunnar í nekt og bjargarleysi manneskjunnar. Eldfjall knýr til umhugsunar og samtals um mikilvæg mál. Eldfjall á erindi við okkur vegna þess að hún er listaverk sem miðlar von og mannvirðingu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar